Prentað þann 16. mars 2025
136/1989
Reglugerð um breyting á reglugerð fyrir Seðlabanka Íslands, nr. 470 frá 14. nóvember 1986.
1.gr.
6. mgr. 16. gr. breytist og orðist svo:
Rafmagnsveitan ákveður gjalddaga reikninga. Útgáfudag reiknings, gjalddaga og greiðslustað skal tilgreina á reikningi.
7. mgr. 16. gr. breytist og orðist svo:
Verði greiðslufall á reikningi, hvort sem um er að ræða áætlunarreikning eða álestrarreikning, má Rafmagnsveitan áskilja sér og innheimta dráttarvexti frá og með gjalddaga reiknings til greiðsludags.
Í 1. mgr. 17. gr. breytist orðið "eindagi" í "gjalddaga".
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur, staðfestist hér með samkvæmt 24. gr. orkulaga nr. 58/1967 til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Iðnaðarráðuneytið, 20. mars 1989.
Jón Sigurðsson.
Páll Flygenring
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.