Viðskiptaráðuneyti

881/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum

um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 2. gr. h bætist við ný grein, 2. gr. i, sem orðast svo:

Gildistími reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1983/83, sem snertir einkadreifingu og tekin var upp í íslenskan rétt sem b-liður 2. gr. reglugerðar nr. 594/1993, sbr. reglugerð nr. 683/1997, er framlengdur til 31. maí 2000.

Gildistími reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1984/83, sem snertir einkakaup og tekin var upp í íslenskan rétt sem c-liður 2. gr. reglugerðar nr. 594/1993, sbr. reglugerð nr. 683/1997, er framlengdur til 31. maí 2000.

Gildistími reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 4087/88, sem snertir umboðssamninga og tekin var upp í íslenskan rétt sem h-liður 2. gr. reglugerðar nr. 594/1993, er framlengdur til 31. maí 2000.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 23. desember 1999.

Finnur Ingólfsson.

Jón Ögmundur Þormóðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica