Viðskiptaráðuneyti

573/1995

Reglugerð um hámarksvexti í líftryggingasamningum í íslenskum krónum. - Brottfallin

1. gr.

Líftryggingafélögum sem hafa starfsleyfi hér á landi, sbr. lög nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi, er heimilt að gefa loforð um vexti í líftryggingasamningum í íslenskum krónum að hámarki 3% til viðbótar verðtryggingu, og að hámarki 4,5% í óverðtryggðum líftryggingasamningum.

Þegar gildistími líftryggingasamnings í íslenskum krónum er átta ár eða skemmri, og iðgjald er greitt í eitt skipti fyrir öll, mega loforð um vexti þó hæst nema 5,5% til viðbótar verðtryggingu og 7% í óverðtryggðum líftryggingasamningum.

Ákvæðin um hámark vaxta skulu endurskoðuð eigi sjaldnar en einu sinni á ári.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 98. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi, sbr. ákvæði 18. gr. tilskipunar 92/96/EBE sem fellur undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, og öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 31. október 1995.

Finnur Ingólfsson.

Þorkell Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica