1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi birtir tilvísanir í íslenska staðla og normskjöl eins og kveðið er á um í 13. gr. tilskipunar um mælitæki, sbr. reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki.
2. gr.
Staðlar.
Í viðauka I er að finna tilvísanir í íslenska staðla, sem eru til framkvæmdar á samhæfðum Evrópustöðlum fyrir mælitæki, eftir því sem við á.
3. gr.
Normskjöl.
Í viðauka II er að finna tilvísanir í normskjöl, sem samin eru af alþjóðlegu lögmælifræðistofnuninni (OIML) fyrir mælitæki, eftir því sem við á.
4. gr.
Um tilvísanir.
Innanríkisráðherra uppfærir árlega að tillögu Neytendastofu, eða þegar að breytingar verða á tilvísunum sem reglugerð þessi tekur til, tilvísanir til staðla og annarra normskjala, sbr. viðauka I og II við reglugerð þessa.
5. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 44. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og með hliðsjón af ákvæði 13. gr. tilskipunar nr. 2004/22/EB, um mælitæki eins og sú tilskipun er innleidd í íslenskan rétt skv. ákvæði í reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 460/2009 um tilvísanir til staðla og normskjala fyrir mælitæki.
Innanríkisráðuneytinu, 12. desember 2011.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)