Innanríkisráðuneyti

59/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 465/2007 um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi málsgrein bætist við 1. gr. reglugerðarinnar:

Jafnframt eru innleidd ákvæði tilskipunar 2009/137/EB, frá 10. nóvember 2009, um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB um mælitæki með hliðsjón af nýtingu mestu leyfðu skekkju að því er varðar viðaukana MI-001 til MI-005 fyrir sérstök tæki, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49 frá 20. maí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55, 7. október 2011, bls. 87.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 9. janúar 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica