1. gr.
Ákvæði 3. mgr. 5. gr. orðist svo:
Ný mælitæki, sem setja má á markað og taka í notkun án undangenginnar fyrstu löggildingar, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerðum um viðkomandi mælitæki, skal merkja með miðum í samræmi við tl. 1.1 og tl. 1.3 í 1. gr. viðauka við reglugerð þessa.
2. gr.
Fyrirsögn 1. gr. viðaukans verði:
1. gr. Miðar fyrir ný tæki og löggildingarmiðar.
3. gr.
Í tl. 1.1 í 1. gr. viðaukans breytast fyrirsögn og mynd af miðanum og verða þannig:
1.1 Miðar fyrir nýjar vogir og mælikerfi.
4. gr.
Í tl. 1.3 í 1. gr. viðaukans breytast fyrirsögn og mynd af miðanum og verða þannig:
1.3 Miðar fyrir nýja raforkumæla og vatnsmæla.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 44. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 4. maí 2009.
Gylfi Magnússon.
Jónína S. Lárusdóttir.