1. gr. orðast svo:
Ákvæði bókunar 4 með samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (ESA-samningnum), um störf og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni, gilda ásamt viðbætum 1-10 hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 1 með samningnum og öðrum ákvæðum hans. Samningurinn ásamt bókunum er birtur í C-deild Stjórnartíðinda, sbr. upphaflega auglýsingu nr. 32/1993 og breytingu með auglýsingu nr. 31/2000, svo og breytingu á samningnum frá 4. júní 2004.
Sama gildir um ákvæði bókunar 21-24 og 4.-7. gr. bókunar 25 með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum) sem upphaflega var birtur ásamt bókunum og viðaukum í C-deild Stjórnartíðinda, auglýsingu nr. 31/1993.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og snertir sérstaklega breytingu á bókun 4 með ESA-samningnum, öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2004 frá 4. júní 2004 um breytingu á XIV. viðauka (Samkeppni), bókun 21 (um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki) og bókun 24 (um samvinnu varðandi eftirlit með samfylkingum) við EES-samninginn.
Breyting á bókun 4 er birt í C-deild Stjórnartíðinda en jafnframt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.