Á eftir 1. gr. i bætist við ný grein, 1. gr. j, sem orðast svo:
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2004 frá 8. júní 2004 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.
Ákvæði framangreindrar EB-reglugerðar nr. 139/2004 fela í sér að felldar eru niður: 1) reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4064/89 um eftirlit með samfylkingum fyrirtækja, sbr. reglugerð viðskiptaráðherra nr. 594/1993, og 2) reglugerð ráðsins (EB) nr. 1310/97 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4064/89, sbr. reglugerðir viðskiptaráðherra nr. 349/1998 og 358/1998, en þessar tvær EB-reglugerðir og reglugerðir viðskiptaráðherra gilda þó áfram í vissum tilvikum skv. 25. og 26. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004. Ákvæði 13. gr. EB-reglugerðar nr. 139/2004, um rannsóknarheimildir, og 22. gr. sömu reglugerðar, um flutning samrunamáls, eru tekin upp í samkeppnislög nr. 44/2005.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.