Á eftir 1. gr. h bætist við ný grein, 1. gr. i, sem orðast svo:
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2004 frá 3. desember 2004 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.
Ákvæði framangreindrar EB-gerðar framkvæmdastjórnarinnar, sem fela í sér breytingu á bókunum 21 og 23 með EES-samningnum, eru til fyllingar reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 frá 16. desember 2002 um framkvæmd samkeppnisreglna sem mælt er fyrir um í 81. og 82. gr. sáttmálans.
Um leið og EB-gerðinni verður beitt hér á landi, eftir birtingu reglugerðar þessarar í B-deild Stjórnartíðinda, falla úr gildi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2842/98 og 2843/98, svo og reglugerð viðskiptaráðherra nr. 584/2000, sbr. þó 19. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 773/2004 um takmarkað gildi þeirra. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 3385/94, svo og reglugerð viðskiptaráðherra nr. 585/2000, sbr. og hluta af reglugerð viðskiptaráðherra nr. 230/1997.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.