Prentað þann 8. apríl 2025
1049/2008
Reglugerð um breytingu á reglugerð um tilkynningu og birtingu ákvarðana um endurskipulagningu fjárhags og slit lánastofnana, nr. 872/2006.
1. gr.
2. málsl. 1. mgr. 3. gr. orðast svo:
Slík tilkynning telst fullnægjandi ef hún er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og a.m.k. tveimur innlendum dagblöðum í hverju gistiaðildarríki.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. og 4. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 17. nóvember 2008.
Björgvin G. Sigurðsson.
Jónína S. Lárusdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.