1. gr.
Við 2. mgr. 3. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Rafrænan lyfseðil er ekki unnt að leiðrétta og ber lækni að endurútgefa hann, séu villur á honum.
2. gr.
Við 4. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Rafrænum lyfseðli er ekki unnt að breyta og ber lækni að endurútgefa hann, sé þess þörf, nema um breytingu í samheitalyf sé að ræða skv. 7. gr.
3. gr.
Við 5. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Útprentun rafræns lyfseðils skal meðhöndluð með sama hætti.
4. gr.
Við 6. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:
Útprentun rafræns lyfseðils skal meðhöndluð með sama hætti.
5. gr.
Á eftir orðinu "símalyfseðils" í 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. kemur: útprentun rafræns lyfseðils.
6. gr.
Við 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. bætist: þó ekki af rafrænum lyfseðli.
7. gr.
Á eftir orðinu "lyfseðlum" í 1. málsl. 1. mgr. 22. gr. kemur: rafrænum lyfseðlum.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. og 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 4. september 2007.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Berglind Ásgeirsdóttir.