Félagsmálaráðuneyti

1114/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522/2004, um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 3. málsl. 32. gr. reglugerðarinnar kemur:

Stjórn sjóðsins getur heimilað að láni sé tímabundið aflétt af íbúð gegn tryggingu sem hún metur gilda. Heimildin tekur einnig til fasteignaveðbréfa Íbúðalánasjóðs og lána sem veitt voru úr Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 21. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 9. nóvember 2007.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica