1. gr.
Gildissvið.
Í reglugerð þessari er kveðið á um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins vegna kostnaðar sjúkratryggðra barna yngri en 18 ára við þjónustu skv. 3. tölul. 2. gr. sem veitt er af sjálfstætt starfandi sálfræðingum sem starfa samkvæmt samningi við heilbrigðisráðherra, sbr. 28. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu.
Sjúkratryggður telst sá sem verið hefur búsettur hér á landi í sex mánuði nema annað leiði af milliríkjasamningum, sbr. 37. gr. og 12. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Börn og unglingar eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn.
Tryggingastofnun ríkisins ákvarðar hvort einstaklingur teljist sjúkratryggður. Að öðru leyti gildir um það hverjir teljast sjúkratryggðir hér á landi reglugerð nr. 463/1999 um framkvæmd almannatrygginga og skráningu í tryggingaskrá.
2. gr.
Skilyrði.
Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku eru þessi:
3. gr.
Hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði.
Fyrir hverja komu til samningsbundins sálfræðings utan sjúkrastofnana skulu sjúkratryggðir greiða gjald sem nemur 20% af umsömdu heildarverði við komuna, sbr. þó 3. mgr.
Þegar reikningur er gerður til Tryggingastofnunar ríkisins fyrir sálfræðiþjónustu skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu heildarverði. Með umsömdu heildarverði, sbr. 1. mgr., er átt við það gjald sem samið hefur verið um í samningum heilbrigðisráðherra við sjálfstætt starfandi sálfræðinga skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, sbr. 28. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu.
Gjald það sem sjúkratryggður einstaklingur greiðir samkvæmt reglugerð þessari veitir rétt til afsláttarskírteinis skv. 15. gr. reglugerðar nr. 1265/2007 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Hafi sjúkratryggður fengið útgefið afsláttarskírteini skal hann greiða gjald sem nemur 10% af umsömdu heildarverði við komuna það sem eftir er almanaksársins.
4. gr.
Lok meðferðar.
Í lok meðferðar (meðferðarlotu) skal sálfræðingur senda skýrslu um árangur meðferðar til tilvísandi greiningarteymis, sbr. 4. tölul. 2. gr., þar sem fram komi stutt ágrip af innihaldi meðferðar, árangur á grundvelli markmiða samkvæmt tilvísun og þörf á frekari meðferð hjá sálfræðingi og í þeim tilvikum, áætluð meðferðarlengd.
5. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. og 3. mgr. 41. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2008.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. desember 2007.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Berglind Ásgeirsdóttir.