Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

847/2001

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (IV). - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi reglugerðir ráðsins sem vísað er til í VI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar (PDF skjal)nr. 7 2000 frá 28. janúar 2000, (PDF skjal)8/2000 frá 4. febrúar 2000 og (PDF skjal)9/2000 frá 28. janúar 2000 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af VI. viðauka samningsins og öðrum ákvæðum hans:
1. (PDF skjal)Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1606/98 frá 29. júní 1998 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, með það í huga að rýmka gildissvið þeirra þannig að þær nái til sérstakra bótakerfa fyrir opinbera starfsmenn.
2. (PDF skjal)Reglugerð ráðsins (EB) nr. 307/1999 frá 8. febrúar 1999 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 575/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, með það í huga að rýmka gildissvið þeirra þannig að þær nái til námsmanna.
3. (PDF skjal)Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1399/99 frá 29. apríl 1999 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71.

Reglugerðirnar gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. (PDF skjal)7/2000, (PDF skjal)8/2000 og (PDF skjal)9/2000.

Reglugerðirnar fjalla að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í reglugerð fjármálaráðuneytisins er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum.


2. gr.

Reglugerðir ráðsins (EB) nr. (PDF skjal)1606/98, (PDF skjal)307/1999 (PDF skjal) og (PDF skjal)1399/99 og ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. (PDF skjal)7/2000, (PDF skjal)8/2000 og (PDF skjal)9/2000 sbr. 1. gr., sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 20, 12. apríl 2001, bls. 95-129, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari. sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 20, 12. apríl 2001, bls. 95-129, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 31. október 2001.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica