Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

325/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð um menntun, réttindi, og skyldur læknaritara nr. 161, 30. mars 1987, sbr. breytingu á þeirri reglugerð nr. 162, 21. mars 1988. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. orðist svo:
Leyfi samkvæmt 1. gr. skal veita þeim, sem lokið hafa prófi í læknaritun skv. námsskrá sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið samþykkir.

Leyfi má og veita þeim sem lokið hafa námi frá skólum erlendis sem viðurkenndir eru af heilbrigðisyfirvöldum viðkomandi lands. Umsækjendur skulu hafa næga kunnáttu í réttarreglum er lúta að starfinu. Leita skal umsagnar Félags íslenskra læknaritara og landlæknis áður en leyfi samkvæmt þessari málsgrein er veitt.


2. gr.
Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. er ráðherra heimilt fram til 3. desember 1991 að veita þeim starfsleyfi er hófu störf fyrir gildistöku reglugerðar þessarar og sem uppfylla verklagsreglur um veitingu leyfa.

Þeim sem ekki uppfylla verklagsreglur en hófu störf fyrir gildistöku reglugerðar þessarar skal heimilt að veita starfsleyfi að undangenginni þátttöku í sérstöku löggildingarnámskeiði og að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr.

Skipa skal sérstaka nefnd til að hafa umsjón með slíku námskeiði. Nefndinni er heimilt að ákveða að námskeiðið skuli tvískipt eftir menntun og starfsreynslu þátttakenda.

Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, Félags íslenskra læknaritara, menntamálaráðuneytisins og landlæknis.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í lögum nr. 24/1985 um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta öðlast gildi 15. júlí.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. júlí 1991.

Sighvatur Björgvinsson.
Páll Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica