Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðisráðuneyti

73/2025

Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna veitingar starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta.

Stofnreglugerðir:

Sjá allar

I. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1106/2012 um menntun, réttindi og skyldur
áfengis- og vímuefnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa námi skv. 5. mgr. á sviði áfengis- og vímu­efna­ráðgjafar og landlæknir metur gilt.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heil­brigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi áfengis- og vímuefnaráðgjafa frá Sameinaða konungs­ríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsækjandi skal að lágmarki uppfylla eftirfarandi kröfur um menntun og þjálfun:

  1. hann skal hafa starfað í 5.700 klukkustundir við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á heilbrigðis­stofnun í þverfaglegu teymi sem starfar undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð í fullu starfi, og
  2. hann skal hafa fengið kennslu sem nemur 300 klukkustundum. Kennslan skal lúta að lyfja­fræði ávana- og vímuefna, áfengis- og vímuvörnum, vinnutilhögun og faglegri fram­göngu í ráðgjafastarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar, og
  3. hann skal hafa fengið leiðsögn af þar til bærum heilbrigðisstarfsmanni í hópstarfi, í ráðgjöf, viðtölum og á samráðsfundum, alls 225 klukkustundir, þar af 75 tíma í beinni handleiðslu.

Þekking umsækjanda skal sannreynd með prófi og starfshæfni hans vottuð af faglegum yfir­manni þeirrar stofnunar þar sem námið fór fram.

Landlæknir gerir tillögur, í samráði við stofnanir sem veita menntun í áfengis- og vímuefna­ráðgjöf, sem og fagráð landlæknis um áfengis- og vímuefnaráðgjafa og aðra sem landlæknir metur hæfa, um nauðsynlega menntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hvernig henni skuli hagað. Land­læknir skal senda ráðherra tillögurnar til staðfestingar.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 10. gr.

 

2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

II. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1088/2012 um menntun, réttindi og skyldur
félagsráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa MA-prófi í félagsráðgjöf frá félagsráðgjafadeild félags­vísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi félagsráðgjafa sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfs­manna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi félagsráðgjafa frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 13. gr.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 4. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 13. gr.

 

5. gr.

12. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

III. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1107/2012 um menntun, réttindi og skyldur
fótaaðgerðafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

6. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa fótaaðgerðafræðinámi frá viðurkenndri mennta­stofnun sem starfar á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi fótaaðgerðafræðings sem uppfyllir skilyrði til­skipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfs­manna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi fótaaðgerðafræðings frá Sameinaða konungs­ríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungs­ríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer eftir 8. gr.

 

IV. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1105/2012 um menntun, réttindi og skyldur
geislafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

7. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í geislafræði auk eins árs viðbótarnámi sem lýkur með diplómaprófi í geislafræði frá námsbraut í geislafræði við læknadeild heilbrigðis­vísinda­sviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi geislafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfs­manna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfs­leyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækj­endum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi geislafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer eftir 9. gr.

 

V. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1221/2012 um menntun, réttindi og skyldur
iðjuþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

8. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa 180 ECTS-eininga BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði auk 60 ECTS-eininga viðbótarprófi á meistarastigi í iðjuþjálfun frá heilbrigðisvísindasviði Háskól­ans á Akureyri (samtals 240 ECTS-einingar). Einnig má veita leyfi skv. 2. gr. þeim sem lokið hafa 240 ECTS-eininga BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi iðjuþjálfa sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfs­manna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðis­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi iðjuþjálfa frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

VI. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 512/2013 um menntun, réttindi og skyldur
hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

9. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands eða heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hjúkrunarfræðings sem uppfyllir skilyrði tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfs­manna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi, eða samkvæmt Norðurlanda­samningi um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna, nr. 36/1993, sbr. breytingu nr. 1/2020.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­­starfs­maður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækj­endum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hjúkrunarfræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 13. gr.

 

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 6. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viður­kenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 13. gr.

 

11. gr.

12. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

VII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1087/2012 um menntun, réttindi og skyldur
hnykkja (kírópraktora) og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

12. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem hefur lokið að minnsta kosti fjögurra ára námi í kírópraktík frá háskóla sem hefur viðurkenningu frá ECCE ef námið er stundað í Evrópu (The European Council on Chriopractic Education) eða frá sambærilegri stofnun eða ráði sé námið stundað í annarri heims­álfu. Enn fremur skal háskólinn vera viðurkenndur sem slíkur af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið er stundað.

Jafnframt þarf umsækjandi að hafa lokið tólf mánaða starfsnámi undir leiðsögn að námi loknu.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hnykkis (kírópraktors) sem uppfyllir skilyrði tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækj­endum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hnykkis (kírópraktors) frá Sameinaða konungs­ríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungs­ríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 8. gr.

 

VIII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1132/2012 um menntun, réttindi og skyldur
lífeindafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

13. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í lífeindafræði að viðbættu einu ári sem lýkur með diplómaprófi í lífeindafræði frá námsbraut í lífeindafræði við læknadeild heilbrigðis­vísinda­­sviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi lífeindafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi lífeindafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 13. gr.

 

14. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 6. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viður­kenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 13. gr.

 

15. gr.

12. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

IX. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1089/2012 um menntun, réttindi og skyldur
ljósmæðra og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

16. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands eða heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri og kandí­dats­námi í ljósmóðurfræði frá hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi ljósmóður sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækj­endum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi ljósmóður frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 14. gr.

 

17. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 5. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 14. gr.

 

18. gr.

13. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

X. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1090/2012 um menntun, réttindi og skyldur
lyfjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

19. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa MS-prófi í lyfjafræði frá lyfjafræðideild heil­brigðis­vísindasviðs Háskóla Íslands auk sex mánaða starfsþjálfunar í apóteki eða sjúkrahúsapóteki.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi lyfjafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækj­endum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi lyfjafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 13. gr.

 

20. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 4. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðis­starfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 13. gr.

 

21. gr.

12. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

XI. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1091/2012 um menntun, réttindi og skyldur
lyfjatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

22. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa lyfjatækninámi frá viðurkenndri menntastofnun sem starfar á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi lyfjatæknis sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heil­brigðis­­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækj­endum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi lyfjatæknis frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 8. gr.

 

XII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 640/2019 um menntun, réttindi og skyldur
heilbrigðisgagnafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

23. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim lokið hafa 90 ECTS eininga diplómanámi í heilbrigðisgagnafræði frá Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisgagnafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisgagnafræðings frá Sameinaða konungs­ríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungs­ríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XIII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1111/2012 um menntun, réttindi og skyldur
matartækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

24. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa matartæknanámi frá viðurkenndri menntastofnun sem starfar á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi matartæknis sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi matartæknis frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XIV. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1085/2012 um menntun, réttindi og skyldur
matvælafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

25. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í matvælafræði frá matvæla- og næringar­fræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi matvælafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heil­brigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðis­­starfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfs­leyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi matvælafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra‑Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XV. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1220/2012 um menntun, réttindi og skyldur
náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

26. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í raungreinum frá viðurkenndri mennta­stofnun á háskólastigi með höfuðáherslu á heilbrigðisvísindi, frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóð­bankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði eða aðrar sambærilegar greinar, ásamt eins árs starfsþjálfun á sérhæfðum rannsóknarstofum heilbrigðisstofnana eða hafa framhaldsmenntun í greinum heilbrigðisvísinda.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi náttúrufræðings í heilbrigðisþjónustu sem upp­fyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi náttúrufræðings í heilbrigðisþjónustu frá Sam­einaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XVI. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1086/2012 um menntun, réttindi og skyldur
næringarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

27. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa MS-prófi í næringarfræði frá matvæla- og næringar­fræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi næringarfræðings sem uppfyllir skilyrði til­skipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi næringarfræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XVII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1109/2012 um menntun, réttindi og skyldur
næringarráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

28. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í næringarfræði og a.m.k. eins árs fram­halds­­námi í næringarráðgjöf, þar sem hluti náms er starfsmenntun á sjúkrahúsi eða heilbrigðis­stofnun, frá háskóla sem viðurkenndur er af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­völdum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi næringarráðgjafa sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi næringarráðgjafa frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XVIII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1131/2012 um menntun, réttindi og skyldur
osteópata og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

29. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa að minnsta kosti fjögurra ára námi sem skal lokið með BS-prófi í osteópatíu auk verklegs náms frá háskóla sem viðurkenndur er sem slíkur af heilbrigðis­yfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi osteópata sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi osteópata frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XIX. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1130/2012 um menntun, réttindi og skyldur
sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

30. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem hafa lokið BS-prófi í sálfræði frá sálfræðideild Háskóla Íslands, BSc-prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík eða BA-prófi í sálfræði frá félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri eða sambærilegu námi, auk þess að ljúka:

  1. cand. psych. námi frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands,
  2. tveggja ára MS-námi í hagnýtri sálfræði, kjörsvið klínísk sálfræði, frá sálfræðideild heilbrigðis­vísindasviðs Háskóla Íslands, eða
  3. tveggja ára MSc-námi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Til viðbótar skal umsækjandi hafa lokið tólf mánaða verklegri þjálfun, að loknu framhaldsnámi (cand. psych. námi) undir leiðsögn sálfræðings, á viðurkenndum stofnunum eða starfsstofum sem landlæknir viðurkennir.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sálfræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sálfræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 13. gr.

 

31. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 8. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðis­starfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 8. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 13. gr.

 

32. gr.

12. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

XX. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1129/2012 um menntun, réttindi og skyldur
sjóntækjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

33. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa námi í sjóntækjafræði frá skóla á háskólastigi sem viðurkenndur er sem slíkur af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjóntækjafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjóntækjafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 13. gr.

 

XXI. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1110/2012 um menntun, réttindi og skyldur
sjúkraflutningamanna og bráðatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

34. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 1. mgr. 2. gr. má veita þeim sem lokið hefur námi í sjúkraflutningum samkvæmt nám­skrá sem landlæknir viðurkennir og starfsþjálfun sem uppfyllir viðmið sem sett eru af fagráði sjúkra­­flutninga.

Leyfi skv. 2. mgr. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa viðurkenndu námi á háskólastigi í bráða­tækni frá menntastofnun sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðis­yfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkraflutningamanns eða bráðatæknis sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkraflutningamanns eða bráðatæknis frá Sam­einaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunar­samnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 511/2013 um menntun, réttindi og skyldur
sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

35. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa sjúkraliðanámi frá viðurkenndri menntastofnun sem starfar á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkraliða sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi, eða samkvæmt Norðurlandasamningi um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna, nr. 36/1993, sbr. breytingu nr. 1/2020.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkraliða frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXIII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1128/2012 um menntun, réttindi og skyldur
sjúkranuddara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

36. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa námi í sjúkranuddi frá menntastofnun sem viður­kennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og af heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkranuddara sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer samkvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkranuddara frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXIV. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1127/2012 um menntun, réttindi og skyldur
sjúkraþjálfara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

37. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa MS-prófi í sjúkraþjálfun frá námsbraut í sjúkra­þjálfun frá læknadeild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkraþjálfara sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sjúkraþjálfara frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 14. gr.

 

38. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 5. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðis­starfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 14. gr.

 

39. gr.

13. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

XXV. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1126/2012 um menntun, réttindi og skyldur
stoðtækjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

40. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa að minnsta kosti þriggja ára BS-námi í stoðtækja­fræði frá háskóla sem viðurkenndur er sem slíkur af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Til grundvallar mati á námi skal nám í stoðtækja­fræði á Norðurlöndunum haft til hliðsjónar.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi stoðtækjafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi stoðtækjafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXVI. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1125/2015 um menntun, réttindi og skyldur
talmeinafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

41. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa MS-námi í talmeinafræði frá námsbraut í talmeina­fræði við læknadeild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Til viðbótar skal umsækjandi hafa lokið sex mánaða verklegri þjálfun í talmeinafræði undir leiðsögn talmeinafræðings að námi loknu.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi talmeinafræðings sem uppfyllir skilyrði tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi talmeinafræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXVII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1124/2012 um menntun, réttindi og skyldur
tannfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

42. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa námi í tannfræði á háskólastigi sem viðurkennd er sem slíkt af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og af heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tannfræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tannfræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXVIII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1121/2012 um menntun, réttindi og skyldur
tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

43. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa kandídatsprófi í tannlækningum (cand. odont-prófi) frá tannlæknadeild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tannlæknis sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tannlæknis frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 15. gr.

 

44. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 7. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita sérfræðileyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá mennta­stofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkis­borgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðis­starfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. 8. mgr. orðast svo:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 14. gr.
  3. 9. mgr. fellur brott.

 

45. gr.

13. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

XXIX. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1123/2012 um menntun, réttindi og skyldur
tannsmiða og klínískra tannsmiða til að hljóta starfsleyfi.

46. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í tannsmíði frá tannlæknadeild heilbrigðis­vísindasviðs Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tannsmiðs sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tannsmiðs frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 14. gr.

 

47. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. mgr. orðast svo:
    Heimilt er að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðis­starfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viður­kenningu á faglegri menntun og hæfi.
  2. 8. mgr. orðast svo:
    Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 14. gr.

 

48. gr.

13. gr. reglugerðarinnar fellur brott, ásamt fyrirsögn.

 

XXX. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1122/2012 um menntun, réttindi og skyldur
tanntækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

49. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa tanntæknanámi frá viðurkenndri menntastofnun sem starfar á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tanntæknis sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tanntæknis frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXXI. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 1120/2012 um menntun, réttindi og skyldur
þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

50. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa 180 ECTS BA-námi auk 60 ECTS diplómaprófs á meistarastigi (stigi 2.1) í þroskaþjálfafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi þroskaþjálfa sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi þroskaþjálfa frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXXII. KAFLI

Breyting á reglugerð nr. 630/2018 um menntun, réttindi og skyldur
heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

51. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa að minnsta kosti þriggja ára BS/BA-prófi í heyrnar­fræði frá háskóla sem viðurkenndur er sem slíkur af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað auk þess að hafa starfað undir leiðsögn heyrnar­fræð­ings í þrjá mánuði.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heyrnarfræðings sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópu­­þingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, fer sam­kvæmt reglugerð, nr. 510/2020, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðis­starfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til að starfa hér á landi, eða samkvæmt samningum sem ríkisstjórnir Norðurlandanna gera og öðlast hafa gildi að því er Ísland varðar og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu starfsréttinda.

Þá er heimilt að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegri menntun frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og heilbrigðis­yfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað. Um umsóknir ríkisborgara ríkja sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi gilda sérstakar reglur í reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræði­leyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heyrnarfræðings frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi fer samkvæmt 12. kafla fríverslunarsamnings konungsríkisins við EFTA-ríkin innan EES.

Umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis.

Um gjaldtöku fyrir veitingu starfsleyfis fer skv. 9. gr.

 

XXXIII. KAFLI

Lagastoð og gildistaka.

52. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðis­starfsmenn, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 9. janúar 2025.

 

Alma D. Möller
heilbrigðisráðherra.

Ásta Valdimarsdóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica