Heilbrigðisráðuneyti

788/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 511/2013.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi gildir um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og veitingu starfsleyfa skv. 2. gr.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "öðrum EES-ríkjum" í 2. mgr. kemur: og Sviss
  2. 4. mgr. orðast svo: Um umsóknir umsækjenda um starfsleyfi sem sjúkraliði, skv. 2. gr., frá ríkjum utan EES og Sviss sem Ísland hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun fer samkvæmt reglugerð nr. 483/2023 um meðferð umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi skv. lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 frá umsækjendum frá ríkjum sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  3. 5.-8. mgr. falla brott.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Starfssvið sjúkraliða grundvallast á þeirri menntun og þjálfun sem sjúkraliði hefur öðlast í formlegu námi við viðurkennda menntastofnun og er skilyrði fyrir starfsleyfi skv. 3. gr. Starfs­svið sjúkraliða felst í hjúkrunar- og umönnunarstörfum.
  2. Á eftir orðunum "mat á faglegri færni" í 4. mgr. 5. gr. kemur: og ábyrgð
  3. Á undan 5. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
      Sérhæfður sjúkraliði hefur lokið a.m.k. 60 ECTS eininga formlegu fagdiplómanámi á kjörsviði hjúkrunar í viðurkenndum háskóla.
      Starfssvið sérhæfðs sjúkraliða, skal byggjast á viðbótarmenntun og þjálfun. Verkefni á starfssviði sérhæfðs sjúkraliða geta verið að gefa tilgreind lyf sem búið er að taka til, þ.m.t. undir húð og í vöðva, blóðtaka, uppsetning þvagleggja og æðaleggja og fleira.
  4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Faglegar kröfur, starfssvið og ábyrgð.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 og öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 4. júlí 2024.

 

Willum Þór Þórsson.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica