Heilbrigðisráðuneyti

396/2024

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 969/2015, um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "hjá rekstrarleyfishöfum, sbr. reglugerð um sölu heyrnartækja, nr. 148/2007" í 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað "Rekstrarleyfishöfum" í 2. mgr. kemur: Þeir sem hafa hlotið staðfestingu landlæknis, samkvæmt 7. gr. reglugerðar um eftirlit með rekstri og heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarks­kröfur, nr. 786/2007.

 

2. gr.

Orðin "hjá rekstrarleyfishöfum" er getur í 2. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. gr. laga um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 42/2007, og 26., sbr. 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 111/2008, og 1. mgr. 6. gr. og 3. mgr. 7. gr. laga um landlækni, nr. 41/2007, öðlast gildi 15. apríl 2024.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 7. mars 2024.

 

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica