1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:
Við útreikning uppbótar skv. IV. kafla skal telja til tekna 65% af tekjum lífeyrisþega. Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð skulu þó teljast að fullu til tekna við útreikning uppbótarinnar, að því undanskildu að einungis skal telja til tekna 50% af fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar skv. 21. laga um almannatryggingar og 95% af fjárhæð tekjutryggingar skv. 22. gr. sömu laga.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:
3. gr.
Í stað "3.032.114 kr." í 11. gr. kemur: 3.141.270 kr.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr.:
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. mgr. 9. gr., sbr. 14. gr., laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, sbr. einnig 70. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2021. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1123/2019, um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1200/2018, um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri.
Félagsmálaráðuneytinu, 21. desember 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.