Félagsmálaráðuneyti

1336/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 6. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:

Hreyfihamlaðir einstaklingar í sjálfstæðri búsetu, sbr. 6. mgr. 1. gr., sem hafa persónulega aðstoðar­menn samkvæmt samningi um notendastýrða persónulega aðstoð við sveitarfélag viðkom­andi skv. 11. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, geta fallið undir þau ákvæði reglu­gerðar­innar sem kveða á um að hreyfihamlaður einstaklingur hafi sjálfur ökuréttindi eða annar heimilis­maður. Hið sama gildir um hreyfihamlaða einstaklinga í sjálf­stæðri búsetu sem eru með persónulega aðstoðarmenn á grundvelli annars konar notendasamnings við sveitar­félag viðkomandi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk eða einstaklingsbundna þjón­ustu­áætlun sem gerð er á grundvelli sömu laga og í samráði við hinn hreyfihamlaða. Í þeim til­vikum skal koma skýrt fram í samningi eða þjónustuáætlun hvaða þjónustu hinir persónulegu aðstoðar­menn veita hvað varðar ferðir og akstur hins hreyfihamlaða.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "17.781 kr." í 1. mgr. kemur: 18.421 kr.
  2. 1. töluliður 2. mgr. 2. gr. orðast svo: Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur ökuréttindi eða annar heimilismaður, sbr. þó 7. mgr. 1. gr.

 

3. gr.

1. töluliður 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur öku­réttindi eða annar heimilismaður, sbr. þó 7. mgr. 1. gr.

 

4. gr.

1. töluliður 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur öku­réttindi eða annar heimilismaður, sbr. þó 7. mgr. 1. gr.

 

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 14. gr., sbr. 10. gr. laga nr. 99/2007, um félags­lega aðstoð, með síðari breytingum, sbr. einnig 70. gr. laga nr. 100/2007, um almanna­tryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2021. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerðir nr. 967/2016 og nr. 1125/2019, um breytingar á reglugerð nr. 170/2009, um styrki og uppbætur til hreyfi­hamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 21. desember 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica