I. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1106/2012, um menntun, réttindi og skyldur áfengis-
og vímuefnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, með síðari breytingum.
1. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 11. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar samkvæmt reglugerð um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa, nr. 974/2006, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
2. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi samkvæmt reglugerð nr. 974/2006, um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
II. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1088/2012, um menntun, réttindi og skyldur
félagsráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.
3. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem félagsráðgjafar samkvæmt lögum nr. 95/1990, um félagsráðgjöf, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerð nr. 555/1999, um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
4. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina bætist ný málsgrein, sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt lögum nr. 95/1990, um félagsráðgjöf, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerð nr. 555/1999, um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
III. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1107/2012, um menntun, réttindi og skyldur
fótaaðgerðafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
5. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 9. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem fótaaðgerðafræðingar samkvæmt reglugerð nr. 184/1991, um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerðafræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
6. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi samkvæmt reglugerð nr. 184/1991, um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerðafræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
IV. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1105/2012, um menntun, réttindi og skyldur
geislafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
7. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem geislafræðingar samkvæmt reglugerð nr. 185/2001, um geislafræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
8. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi samkvæmt reglugerð nr. 185/2001, um geislafræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
V. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 640/2019, um menntun, réttindi og skyldur
heilbrigðisgagnafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
9. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. júlí 2022 að veita þeim starfsleyfi sem voru í námi við gildistöku reglugerðar nr. 640/2019, sem lokið hafa námi samkvæmt reglugerð nr. 1104/2012, um menntun, réttindi og skyldur læknaritara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, eða samkvæmt reglugerð nr. 161/1987, um menntun, réttindi og skyldur læknaritara, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
VI. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 512/2013, um menntun, réttindi og skyldur
hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og
sérfræðileyfi, með síðari breytingum.
10. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt hjúkrunarlögum nr. 42/1965 eða nr. 8/1974, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerðum nr. 98/1976, nr. 426/1993 eða nr. 124/2003, um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
11. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi samkvæmt hjúkrunarlögum nr. 42/1965 eða nr. 8/1974 og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerðum nr. 98/1976, nr. 426/1993 eða nr. 124/2003, um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
VII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1087/2012, um menntun, réttindi og skyldur
hnykkja (kírópraktora) og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
12. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 9. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 60/1990, um menntun, réttindi og skyldur hnykkja, halda þeim réttindum óskertum.
13. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi samkvæmt reglugerð nr. 60/1990, um menntun, réttindi og skyldur hnykkja, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
VIII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1221/2012, um menntun, réttindi og skyldur
iðjuþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, með síðari breytingum.
14. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem iðjuþjálfar samkvæmt lögum nr. 75/1977, um iðjuþjálfun, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
15. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa prófi samkvæmt lögum nr. 75/1977, um iðjuþjálfun, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
IX. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1132/2012, um menntun, réttindi og skyldur
lífeindafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.
16. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem lífeindafræðingar samkvæmt lögum nr. 99/1980, um lífeindafræðinga, með síðari breytingum, eða reglugerð nr. 186/1976, um meinatækna, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerð nr. 323/2007, um veitingu sérfræðileyfa í lífeindafræði, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
17. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa prófi frá Meinatækniskóla Íslands eða öðru sambærilegu prófi samkvæmt lögum nr. 99/1980, um lífeindafræðinga, með síðari breytingum, reglugerð nr. 186/1976, um meinatækna, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 323/2007, um veitingu sérfræðileyfa í lífeindafræði, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
X. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1089/2012, um menntun, réttindi og skyldur
ljósmæðra og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.
18. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 15. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt ljósmæðralögum, nr. 67/1984, halda þeim réttindum óskertum.
19. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa prófi í ljósmóðurfræðum frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eða prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands samkvæmt ljósmæðralögum nr. 67/1984, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XI. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1090/2012, um menntun, réttindi og skyldur
lyfjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.
20. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 449/1978, um veitingu sérfræðingsleyfa handa lyfjafræðingum, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
21. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi og sérfræðileyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 449/1978, um veitingu sérfræðingsleyfa handa lyfjafræðingum, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1091/2012, um menntun, réttindi og skyldur
lyfjatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
22. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 9. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem lyfjatæknar samkvæmt reglugerð nr. 199/1983, um starfsréttindi og starfssvið lyfjatækna, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
23. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi frá Lyfjatækniskóla Íslands eða sambærilegu prófi samkvæmt reglugerð nr. 199/1983, um starfsréttindi og starfssvið lyfjatækna, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XIII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1111/2012, um menntun, réttindi og skyldur
matartækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
24. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem matartæknar samkvæmt reglugerð nr. 27/1989, um matartækna, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
25. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt reglugerð nr. 27/1989, um matartækna, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XIV. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1085/2012, um menntun, réttindi og skyldur
matvælafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
26. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem matvælafræðingar samkvæmt reglugerð nr. 432/1987, um starfsheiti og starfsréttindi matvælafræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
27. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt reglugerð nr. 432/1987, um starfsheiti og starfsréttindi matvælafræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XV. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1220/2012, um menntun, réttindi og skyldur
náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
28. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð nr. 272/1991, um menntun, réttindi og skyldur náttúrufræðinga, sem starfa á sérhæfðum rannsóknastofum heilbrigðisstofnana, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
29. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt reglugerð nr. 272/1991, um menntun, réttindi og skyldur náttúrufræðinga sem starfa á sérhæfðum rannsóknastofum heilbrigðisstofnana, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XVI. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1086/2012, um menntun, réttindi og skyldur
næringarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
30. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem næringarfræðingar samkvæmt reglugerð nr. 50/2007, um starfsheiti og starfsréttindi næringarfræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
31. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt reglugerð nr. 50/2007, um starfsheiti og starfsréttindi næringarfræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XVII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1109/2012, um menntun, réttindi og skyldur
næringarráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
32. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem næringarráðgjafar samkvæmt reglugerðum nr. 51/2007 eða nr. 47/1987, um starfsheiti og starfsréttindi næringarráðgjafa, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
33. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt reglugerð nr. 51/2007 eða nr. 47/1987, um starfsheiti og starfsréttindi næringarráðgjafa, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XVIII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1108/2012, um menntun, réttindi og skyldur
næringarrekstrarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
34. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem næringarrekstrarfræðingar samkvæmt reglugerð nr. 873/2006, um menntun, réttindi og skyldur næringarrekstrarfræðinga á heilbrigðisstofnunum, með síðari breytingum, eða reglugerð nr. 372/1993, um menntun, réttindi og skyldur matarfræðinga á heilbrigðisstofnunum, halda þeim réttindum óskertum.
35. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt reglugerð nr. 873/2006, um menntun, réttindi og skyldur næringarrekstrarfræðinga á heilbrigðisstofnunum, með síðari breytingum, eða prófi samkvæmt reglugerð nr. 372/1993, menntun, réttindi og skyldur matarfræðinga á heilbrigðisstofnunum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XIX. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1131/2012, um menntun, réttindi og skyldur
osteópata og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
36. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem osteópatar samkvæmt reglugerð nr. 229/2005, um menntun, réttindi og skyldur osteópata, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
37. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi í osteópatíu samkvæmt reglugerð nr. 229/2005, um menntun, réttindi og skyldur osteópata, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XX. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1130/2012, um menntun, réttindi og skyldur
sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, með síðari breytingum.
38. gr.
2. málsl. 1. mgr. 3. gr. verður 2. mgr. 3. gr. og breytist röð eftirfarandi málgsreina í samræmi við það.
39. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem sálfræðingar samkvæmt lögum nr. 47/1976, um sálfræðinga, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerð nr. 158/1990, um sérfræðileyfi sálfræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
40. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi og sérfræðileyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt lögum nr. 47/1976, um sálfræðinga, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerð nr. 158/1990, um sérfræðileyfi sálfræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
41. gr.
Ákvæði 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I falla brott.
XXI. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1129/2012, um menntun, réttindi og skyldur
sjóntækjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
42. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem sjóntækjafræðingar samkvæmt reglugerð nr. 1043/2004, um menntun sjóntækjafræðinga og takmarkanir á heimild þeirra til sjónmælinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
43. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa námi í sjóntækjafræði samkvæmt reglugerð nr. 1043/2004, um menntun sjóntækjafræðinga og takmarkanir á heimild þeirra til sjónmælinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1110/2012, um menntun, réttindi og skyldur
sjúkraflutningamanna og bráðatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
44. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem sjúkraflutningamenn samkvæmt reglugerð nr. 504/1986, um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
45. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem hafa menntun í sjúkraflutningum samkvæmt reglugerð nr. 504/1986, um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXIII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 511/2013, um menntun, réttindi og skyldur
sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
46. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem sjúkraliðar samkvæmt lögum nr. 58/1984, um sjúkraliða, með síðari breytingum, eða reglugerð nr. 897/2001, um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
47. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem hafa menntun sem sjúkraliðar samkvæmt lögum nr. 58/1984, um sjúkraliða, með síðari breytingum, eða samkvæmt reglugerð nr. 897/2001, um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXIV. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1128/2012, um menntun, réttindi og skyldur
sjúkranuddara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
48. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem sjúkranuddarar samkvæmt reglugerð nr. 204/1987, um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
49. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem hafa menntun sem sjúkranuddarar samkvæmt reglugerð nr. 204/1987, um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXV. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1127/2012, um menntun, réttindi og skyldur
sjúkraþjálfara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi,
með síðari breytingum.
50. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 15. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem sjúkraþjálfarar samkvæmt lögum nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglugerðum nr. 318/2001 eða nr. 145/2003, um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
51. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa prófi í sjúkraþjálfun samkvæmt lögum nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun, með síðari breytingum, BS-prófi í sjúkraþjálfun samkvæmt reglugerð nr. 1127/2012 og sérfræðinámi samkvæmt reglugerðum nr. 318/2001 eða nr. 145/2003, um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXVI. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1126/2012, um menntun, réttindi og skyldur
stoðtækjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
52. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem stoðtækjafræðingar samkvæmt reglugerð nr. 460/2007, um menntun, réttindi og skyldur stoðtækjafræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
53. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem hafa lokið viðurkenndu námi í stoðtækjafræði samkvæmt reglugerð nr. 460/2007, um menntun, réttindi og skyldur stoðtækjafræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXVII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1125/2012, um menntun, réttindi og skyldur
talmeinafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
54. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem talmeinafræðingar samkvæmt reglugerð nr. 618/1987, um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
55. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa viðurkenndu námi í talmeinafræði samkvæmt reglugerð nr. 618/1987, um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXVIII. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1124/2012, um menntun, réttindi og skyldur
tannfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
56. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi sem tannfræðingar samkvæmt reglugerð nr. 638/1987, um menntun, réttindi og skyldur tannfræðinga, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
57. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa viðurkenndu námi í tannfræði samkvæmt reglugerð nr. 638/1987, um menntun, réttindi og skyldur tannfræðinga, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXIX. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1121/2012, um menntun, réttindi og skyldur
tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.
58. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 38/1985, um tannlækningar, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglum nr. 402/1986 um sérfræðileyfi tannlækna, með síðari breytingum, eða reglugerð nr. 545/2007, um sérfræðileyfi tannlækna, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
59. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi og sérfræðileyfi sem lokið hafa prófi samkvæmt lögum nr. 38/1985, um tannlækningar, með síðari breytingum, og sérfræðileyfi samkvæmt reglum nr. 402/1986 um sérfræðileyfi tannlækna, með síðari breytingum, eða reglugerð nr. 545/2007, um sérfræðileyfi tannlækna, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXX. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1122/2012, um menntun, réttindi og skyldur
tanntækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
60. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 259/1989, um menntun, réttindi og skyldur tanntækna, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
61. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa viðurkenndu námi í tanntækni samkvæmt reglugerð nr. 259/1989, um menntun, réttindi og skyldur tanntækna, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXXI. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1120/2012, um menntun, réttindi og skyldur
þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, með síðari breytingum.
62. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildi eldri leyfa.
Þeir sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 215/1987, um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa, með síðari breytingum, eða lögum nr. 18/1978, um þroskaþjálfa, með síðari breytingum, halda þeim réttindum óskertum.
63. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt til 1. maí 2021 að veita þeim starfsleyfi sem lokið hafa viðurkenndu námi í þroskaþjálfun samkvæmt lögum nr. 18/1978, um þroskaþjálfa, með síðari breytingum eða reglugerð nr. 215/1987, um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa, með síðari breytingum, og hafa viðhaldið kunnáttu sinni með því að hafa starfað við greinina frá því að framangreindu námi lauk.
XXXII. KAFLI
Gildistaka.
64. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 14. apríl 2020.
Svandís Svavarsdóttir.
Guðlín Steinsdóttir.