Heilbrigðisráðuneyti

329/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1221/2012 um menntun, réttindi og skyldur iðjuþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

1. gr.

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa 180 ECTS-eininga BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði auk 60 ECTS-eininga viðbótarprófi á meistarastigi í iðjuþjálfun frá heilbrigðisvísindasviði Háskól­ans á Akureyri (samtals 240 ECTS-einingar). Einnig má veita leyfi skv. 2. gr. þeim sem lokið hafa 240 ECTS-eininga BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðis­starfsmenn, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 25. mars 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica