Prentað þann 16. apríl 2025
1172/2017
Reglugerð um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2018.
1. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt II. kafla laga nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga skulu vera sem hér segir fyrir árið 2018:
- Dagpeningar, skv. 3. mgr. 11. gr., 2.133 kr. á dag.
- Dagpeningar vegna barns á framfæri, skv. 3. mgr. 11. gr., 478 kr. á dag.
- Örorkulífeyrir, (100%) skv. 12. gr., 44.866 kr. á mánuði, 538.384 kr. á ári.
- Dánarbætur, skv. a-lið, 1. mgr. 13. gr., 49.519 kr. á mánuði, 594.227 kr. á ári.
- Barnalífeyrir, skv. b-lið 1. mgr. 13. gr., 33.168 kr. á mánuði, 398.014 kr. á ári.
- Dánarbætur, skv. c-lið 1. mgr. 13. gr., 618.065-1.854.867 kr. eingreiðsla.
- Dánarbætur, skv. 2. mgr. 13. gr., 865.663 kr. eingreiðsla.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, sbr. 13. mgr. 32. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2018.
Velferðarráðuneytinu, 18. desember 2017.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.