Prentað þann 16. apríl 2025
954/2017
Reglugerð um rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um sjúkrahótel sem rekið er á lóð Landspítala. Með sjúkrahóteli er átt við tímabundinn dvalarstað fyrir sjúklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda.
Sjúklingur sem dvelur á sjúkrahóteli getur ekki verið innritaður á sjúkrahús á sama tíma.
2. gr. Rekstur sjúkrahótels.
Landspítali annast rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala.
3. gr. Lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, öðlast gildi 1. janúar 2018.
Velferðarráðuneytinu, 27. október 2017.
Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.