Velferðarráðuneyti

1252/2016

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 1052/2009 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "52., 53. og 55. gr." í 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: V. og VI. kafla.

2. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Fjárhæðir heimilisuppbótar skv. 2. og 3. mgr. 7. gr. reglugerðar þessarar skulu breytast árlega á sama hátt og bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar.

3. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimilt er að greiða heimilisuppbót til einhleyps lífeyrisþega sem býr einn og er einn um heimilis­rekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðis­aðstöðu eða fæðiskostnað.

Full heimilisuppbót til ellilífeyrisþega skal vera 627.792 kr. á ári. Uppbótin skal lækka um 11,9% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr. laga um almannatryggingar, uns hún fellur niður. Um útreikning heimilisuppbótar vegna búsetu fer skv. 1. mgr. 17. gr. laga um almannatryggingar.

Full heimilisuppbót til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega skal vera 478.212 kr. á ári. Uppbótin skal lækka eftir sömu reglum og tekjutrygging samkvæmt lögum um almannatryggingar.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsliður 1. mgr. orðast svo: Einstaklingar sem eru skráðir með sama lögheimili og eru eldri en 18 ára teljast að jafnaði hafa fjárhagslegt hagræði af sambýli eða samlögum hver við annan.
  2. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo: Ef heimilismaður er á aldrinum 18-20 ára og í fullu námi skulu aðrir heimilismenn þó ekki teljast hafa fjárhagslegt hagræði af sambýli eða sam­lögum við hann. Þá skal einstaklingur sem er á aldrinum 20-25 ára og stundar nám fjarri lögheimili sínu ekki teljast hafa fjárhagslegt hagræði af sambýli eða samlögum við aðra ein­staklinga á skráðu lögheimili sínu og öfugt ef hann hefur sannarlega tímabundið aðsetur annars staðar.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn ákvæðisins verður: Makar heimilismanna.
  2. Í stað orðanna "Nú vistast maki elli- eða örorkulífeyrisþega til frambúðar á stofnun" kemur: Nú dvelst maki elli- eða örorkulífeyrisþega til frambúðar á dvalar- eða hjúkrunarheimili.

6. gr.

1. málsl. 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Uppbót á lífeyri er einkum heimilt að greiða vegna.

7. gr.

Orðin "ellilífeyris skv. 1. mgr. 17. gr. eða" í 4. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar falla brott.

8. gr.

Í stað "2.400.000" í 12. gr. reglugerðarinnar kemur: 2.700.840.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "lífeyrisþega" í 1. mgr. kemur: þeim sem fær greiddan örorku- eða endur­hæf­ingar­lífeyri.
  2. Í stað orðsins "lífeyrisþegi" tvívegis í 2. mgr. kemur: örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi
  3. Í stað "246.902 kr." í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 280.000 kr.
  4. Í stað "212.776 kr." í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 227.883 kr.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 9. gr., sbr. 14. gr., laga nr. 99/2007, um félags­lega aðstoð, með síðari breytingum, sbr. einnig 70. gr. laga nr. 100/2007, um almanna­tryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2017. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1233/2015 um (7.) breytingu á reglugerð nr. 1052/2009, um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri.

Velferðarráðuneytinu, 23. desember 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica