1223/2015
Reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði. - Brottfallin
1. gr.
Eftirfarandi nám og námskeið teljast til vinnumarkaðsúrræða skv. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum:
- Nám sem fram fer samkvæmt námskrá sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur viðurkennt.
- Nám sem fram fer á vegum fræðslustofnana atvinnulífsins.
- Önnur námskeið en þau sem falla undir a. eða b. lið og fram fara á vegum símenntunarmiðstöðva.
- Námskeið sem fram fara á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
- Námskeið/nám sem ekki verður metið til eininga og fram fer á vegum endurmenntunarstofnana á háskólastigi.
- Nám á námsbrautum á framhaldsskólastigi sem getur leitt til framhaldsskólaprófs, nám á verk- og starfsnámsbrautum á framhaldsskólastigi og frumgreinanám sem fram fer á forsendum framhaldsfræðslu þannig að námið og uppbygging þess tekur mið af og er sniðið að þörfum fólks sem hefur verið þátttakandi á vinnumarkaði.
- Námskeið sem fram fer á vegum endurhæfingarmiðstöðva.
- Önnur námskeið sem eru líkleg til að styrkja fólk á vinnumarkaði að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.
- Nám sem fram fer á námsbrautum í kvöldskóla og/eða fjarnámi og telst einungis vera þriðjungur eða minna en þriðjungur af fullu námi en getur leitt til stúdentsprófs.
Nám sem er lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hvort sem það fer fram í dag- eða kvöldskóla eða um er að ræða fjarnám, telst þó ekki námsúrræði skv. d. lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Hið sama gildir um nám á námsbrautum sem geta leitt til stúdentsprófs, sbr. þó i. lið 1. mgr.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast gildi 1. janúar 2016. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 13/2009, um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði, með síðari breytingum.
Velferðarráðuneytinu, 16. desember 2015.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.
Reglugerðir sem falla brott: