147/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum, með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr.:
-
1. mgr. orðast svo: Íbúðalánasjóði er óheimilt að lána til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem fara yfir það hámarksverð sem tiltekið er í ákvæði þessu og miðast við fermetrafjölda íbúðar. Skal hámarksverð íbúða skv. 1. málsl. vera sem hér segir:
-
Allt að 60 m² íbúðir: 22.717.000 kr.
-
Allt að 70 m² íbúðir sem eru stærri en 60 m²: 25.054.000 kr.
-
Allt að 90 m² íbúðir sem eru stærri en 70 m²: 29.728.000 kr.
-
Allt að 105 m² íbúðir sem eru stærri en 90 m²: 33.234,000 kr.
-
Allt að 120 m² íbúðir sem eru stærri en 105 m²: 36.740.000 kr.
-
Allt að 130 m² íbúðir sem eru stærri en 120 m²: 39.077.000 kr.
-
3. mgr. orðast svo: Hámarksverð skv. 1. mgr. kemur til endurskoðunar í janúar ár hvert og skal vera í heilum þúsundum króna.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 23. gr.:
- Í stað "4.203.000 kr." kemur: 4.329.000 kr.
- Í stað "703.000 kr." kemur: 724.000 kr.
- Í stað "5.886.000 kr." kemur: 6.063.000 kr.
3. gr.
Í stað "4.537.000 kr." í 1. mgr. 24. gr. kemur: 4.673.000 kr.
4. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 6. febrúar 2015.
Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Bolli Þór Bollason.