Velferðarráðuneyti

746/2012

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 403/2010, um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "víkja ekki meir en 50% frá lægsta einingaverði skammtaðra lyfjaforma" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: innihalda skammtað lyfjaform á greiðslu­þátttökuverði 38 kr. eða lægra.
  2. Í stað orðanna "víkja ekki meir en 180% frá lægsta einingaverði" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: innihalda skammtað lyfjaform á greiðsluþátttökuverði 70 kr. eða lægra.
  3. Í stað orðanna "ráðlögðum dagskammti" í 2. málsl. 4. mgr. kemur: skil­greindum dagskammti (DDD), og í stað orðanna "dagskammta er víkja ekki meir en 290% frá ódýrasta dagskammti" í sama málslið kemur: dagskammta á greiðslu­þátttöku­verði 254 kr. eða lægra.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "víkja ekki meir en 20% frá lægsta einingaverði" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: innihalda skammtað lyfjaform á greiðsluþátttökuverði 52 kr. eða lægra, og í stað "50%" í sama málslið kemur: 26 kr. eða lægra.
  2. Í stað orðanna "ráðlögðum dagskammti" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: skilgreindum dagskammti (DDD), og í stað orðanna "dagskammta er víkja ekki meir en 20% frá ódýrasta dagskammti" í sama málslið kemur: dagskammta á greiðslu­þátttöku­verði 46 kr. eða lægra.

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 7. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir "S 01 X A 20" í 1. tölul. 2. mgr. kemur: og í 100 stykkja pakkningum lausa­sölu­lyfja í ATC-flokkum R 06 A X 13 og R 06 A E 07.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. október 2012.

Velferðarráðuneytinu, 4. september 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica