1. gr.
2. málsl. 2. mgr. 3. gr. fellur niður.
2. gr.
Við 4. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Sé rafrænum lyfseðli breytt skal staðfesting og kódanúmer lyfjafræðings sem ábyrgur er fyrir breytingunni, sbr. 5. gr., fylgja rafrænni sendingu lyfseðilsins til Tryggingastofnunar ríkisins.
3. gr.
1. mgr. 22. gr. orðast svo:
Lyfsalar og aðrir, sem leyfi hafa til lyfjasölu, skulu halda eftir lyfseðlum, útprentun rafrænna lyfseðla og lyfjapöntunum, er hljóða á eftirritunarskyld lyf.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. og 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi 1. október 2008.
Heilbrigðisráðuneytinu, 18. september 2008.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Berglind Ásgeirsdóttir.