R E G L U G E R Ð
um breytingu á reglugerð fyrir Keflavíkurflugvöll, um umferð, öryggi o.fl. nr. 297 11. nóvember 1964.
1. gr.
5. gr. reglugerðinnar orðist þannig:
Öryggi og umferð á flugvellinum.
Slökkvibifreið, sem fær fyrirskipanir frá flugturninum, skal vera staðsett á mótum flugbrautanna, þegar loftför í millilandaflugi lenda eða hefja flug frá flugvellinum.
Slysaboðkerfi skal stjórnað úr flugturninum, til þess að öruggt samband sé við björgunarsveit, aðalslökkvistöð, sjúkrahús og aðrar slíkar stöðvar vallarins. Verði flugslys eða annað neyðarástand á flugvellinum, skal flugturninn senda út slysaboð, og skal hver stöð gera það, sem fyrir hana er lagt samkvæmt þeim reglum, sem ákveðnar eru fyrir neyðarástand.
Flugturninum, er óheimilt að veita öðrum en þeim aðilum, sem málið beinlínis varðar, upplýsingar um slys. Berist flugturninum tilkynning um flugslys í síma, skal hann leitast við að fá upplýsingar um nafn þess, er tilkynninguna gaf, símanúmer hans, hvenær og hvar slysið skeði, hvers konar slys sé um að ræða, hvers konar neyðarhjálp sé nauðsynleg og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Síðan skal hann strax tilkynna hlutaðeigandi aðilum um slysið.
Skylt er öllum þeim, sem fara um flugvallarsvæðið, hvort heldur er akandi eða fótgangandi, eða með loftförum, að fara í einu og öllu eftir ákvæðum þessarar reglugerðar, svo og fyrirmælum, sem sett eru eða kunna að verða sett í sambandi við framkvæmd hennar.
Öll umferð manna, ökutækja, vélknúinna ökutækja og bifreiða er bönnuð á flugbrautum, flugvélaakbrautum og flughlöðum nema með sérstöku leyfi umráðanda flugvallarins.
Öll umferð um flugbrautir og flugvélaakbrautir er bönnuð, nema með sérstöku leyfi flugumferðarstjórnar, og er talstöðvarbúnaður skilyrði fyrir leyfisveitingu. Undantekning frá þessari reglu er, að starfsmenn í byggingum nr. 1795 og 1709 og öðrum, sem eiga lögmætt erindi þangað, er heimilt að fara yfir suðurflugvélarakbraut, eftir afmarkaðri akrein, sem liggur yfir nefnda akbraut, um 300 metra vestan við flugbrautarenda 07.
Öll umferð er bönnuð um flughlöð, nema með sérsöku leyfi flugvallarstjóra, með þeirri undantekningu, að starfsmönnum í flugskýlum nr. 830, 831 og 832 og öðrum, sem eiga lögmætt erindi þangað, er heimilt að fara yfir flughlað eftir afmarkaðri akrein, sem liggur frá akvegi, sunnanvert við afgreiðslubyggingu ESSO, að suðurhorni flugskýlis nr. 831, og þaðan samhliða flugskýlum nr. 830 og 832. Enn fremur er starfsmönnum í flugskýli nr. 885 og öðrum, sem lögmætt erindi eiga þangað, heimilt að fara yfir flughlað við flugskýli nr. 885, eftir afmarkaðri akrein sem liggur frá tengivegi við Grjótagötu að norðurgafli flugskýlis nr. 885.
Stranglega er bannað að aka undir vængi eða aðra hluta loftfara, nema vegna viðgerða, afgreiðslu o.þ.h.
Tendra skal viðvörunarljós loftfara, áður en þotuhreyflar eru ræstir. Öll umferð, annarra en viðkomandi afgreiðsluaðila, er bönnuð innan 50 metra frá loftfari eftir við viðvörunarljós hafa verið tendruð.
Ökumönnum og fótgangandi er skylt að víkja fyrir loftförum, stanza skal í tæka tíð, í nægilegri fjarlægð frá loftfari, þar til það er komið framhjá. Bannað er að aka framúr loftfari.
Ökumenn skulu gæta þess, að ljós ökutækja trufli ekki loftför í lendingu, flugtaki eða akstri á flugvellinum.
Óheimilt er að leggja loftförum, bifreiðum, eða öðrum ökutækjum annars staðar en á afmörkuðum stæðum.
Hámarkshraði er 45 km/klst. á flugbrautum og flugvélaakbrautum, 25 km/klst. á flughlöðum og 10 km/klst. í námunda við loftför. Að öðru leyti gilda ákvæði íslenzkra umferðarlaga, eftir því sem við á.
Nánari fyrirmæli um öryggi og umferð á Keflavíkurflugvelli skulu sett í samræmi við almennar reglur.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 34 21. maí 1964 um loftferðor og lögum nr. 110 frá 8. maí 1951.
Öðlast reglugerðin þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi 5. gr. reglugerðar nr. 297 11. nóvember 1964.
Utanríkisráðuneytið, 24. ágúst 1973.
Einar Ágústsson.
___________________
Páll Ásg. Tryggvason.