Prentað þann 21. feb. 2025
568/2019
Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar nr. 278/2015.
1. gr. Þvingunaraðgerðir.
Ákvæði 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar nr. 278/2015 hljóði svo:
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Ákvörðun ráðsins 2013/184/SSUÖ frá 22. apríl 2013 um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma og niðurfellingu ákvörðunar 2010/232/SSUÖ, fylgiskjal 1. | |
1.1 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/655 frá 26. apríl 2018 um breytingu á ákvörðun 2013/184/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 1.1. | |
1.2 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/900 frá 25. júní 2018 um breytingu á ákvörðun 2013/184/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 1.2. | |
1.3 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/1126 frá 10. ágúst 2018 um breytingu á ákvörðun 2013/184/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 1.3. | |
1.4 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/2054 frá 21. desember 2018 um breytingu á ákvörðun 2013/184/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 1.4. | |
2. | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 401/2013 frá 2. maí 2013 um þvingunaraðgerðir að því er varðar Myanmar/Búrma og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 194/2008, fylgiskjal 2. | |
2.1 | Reglugerð ráðsins (ESB) 2018/647 frá 26. apríl 2018 um breytingu reglugerðar (ESB) 401/2013 um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 2.1. | |
2.2 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/898 frá 25. júní 2018 um framkvæmd reglugerðar (ESB) 401/2013 um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 2.2. | |
2.3 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/1117 frá 10. ágúst 2018 um framkvæmd reglugerðar (ESB) 401/2013 um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 2.3. | |
2.4 | Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2018/2053 frá 21. desember 2018 um framkvæmd reglugerðar (ESB) 401/2013 um þvingunaraðgerðir gegn Myanmar/Búrma, fylgiskjal 2.4. |
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
2. gr. Breytingar á fylgiskjölum.
Fylgiskjöl 1 og 2 eru ekki birt hér en koma fram í reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar nr. 278/2015 sem fylgiskjöl 1 og 3 við sömu reglugerð.
3. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 30. apríl 2019.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Sturla Sigurjónsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.