1. gr.
Þvingunaraðgerðir.
Ákvæði 2. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014 hljóði svo:
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Sameiginleg afstaða ráðsins 2002/402/SSUÖ frá 27. maí 2002 um þvingunaraðgerðir gegn Usama bin Laden, meðlimum Al-Qaida-samtakanna og talibönum og öðrum einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og rekstrareiningum sem þeim tengjast og um niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 96/746/SSUÖ, 1999/727/SSUÖ, 2001/154/SSUÖ og 2001/771/SSUÖ, fylgiskjal 1. | |
1.1 | Sameiginleg afstaða ráðsins 2003/140/SSUÖ frá 27. febrúar 2003 um undanþágur frá þvingunaraðgerðum sem koma til framkvæmda með sameiginlegri afstöðu 2002/402/SSUÖ, fylgiskjal 2. | |
1.2 | Ákvörðun ráðsins 2011/487/SSUÖ frá 1. ágúst 2011 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2002/402/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Usama bin Laden, meðlimum Al-Qaida-samtakanna og talibönum og öðrum einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og rekstrareiningum sem þeim tengjast, fylgiskjal 3. | |
2. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002 frá 27. maí 2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-samtökunum og talibönum og um niðurfellingu reglugerðar ráðsins (EB) nr. 467/2001 um bann við útflutningi á tilteknum vörum og þjónustu til Afganistans, styrkingu flugbannsins og rýmkun heimilda til frystingar fjármuna og annars fjármagns að því er tekur til talibana í Afganistan, fylgiskjal 4. | |
2.1 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 561/2003 frá 27. mars 2003 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002, að því er varðar undanþágur frá frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-samtökunum og talibönum, fylgiskjal 5. | |
2.2 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1286/2009 frá 22. desember 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al‑Qaida-samtökunum og talibönum, fylgiskjal 6. | |
2.3 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 754/2011 frá 1. ágúst 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-samtökunum og talibönum, fylgiskjal 7. | |
2.4 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 596/2013 frá 24. júní 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar, takmarkandi ráðstafanir sem beint er að tilteknum einstaklingum og aðilum sem tengjast Al-Qaida-samtökunum, fylgiskjal 8. | |
3. | Sameiginleg afstaða ráðsins 2001/931/SSUÖ frá 27. desember 2001 um beitingu sérstakra ráðstafana í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi, fylgiskjal 9. | |
3.1 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/2430 frá 21. desember 2015 sem uppfærir listann yfir aðila, hópa og rekstrareiningar sem ákvæði 2., 3. og 4. gr. sameiginlegrar afstöðu ráðsins 2001/931/SSUÖ um beitingu sérstakra ráðstafana í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi taka til og um niðurfellingu ákvörðunar (SSUÖ) 2015/1334, fylgiskjal 10. | |
4. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2580/2001 frá 27. desember 2001 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í því skyni að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi, fylgiskjal 11. | |
4.1 | Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2425 frá 21. desember 2015 um framkvæmd 3. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 2580/2001 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í því skyni að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og um niðurfellingu framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2015/1325, fylgiskjal 12. | |
5. | Sameiginleg afstaða ráðsins 2001/930/SSUÖ frá 27. desember 2001 um baráttuna gegn hryðjuverkum, fylgiskjal 13. |
Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008 (breytt með lögum nr. 81/2015).
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
Fylgiskjöl 10 og 12, sem koma í stað eldri gerða, eru birt sem fylgiskjöl 1 og 2 við reglugerð þessa.
2. gr.
Breyting á viðauka.
I. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002, sbr. fylgiskjal 4, hljóði svo:
I. VIÐAUKI
Listi yfir aðila, hópa og rekstrareiningar, sbr. 2. gr.
Viðaukinn er birtur á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna:
https://www.un.org/sc/suborg/en/sanctions/1267/aq_sanctions_list.
Birtingardagsetning viðkomandi aðila á listanum kemur fram á eftir orðunum "Listed on:". Einstakar breytingar á listanum eru skráðar á sömu síðu undir "Press Releases". Síðari breytingar og uppfærslur listans öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á framangreindum vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008 (breytt með lögum nr. 81/2015).
3. gr.
Frysting fjármuna.
Ákvæði 5. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014 hljóði svo:
Frysting fjármuna og efnahagslegs auðs samkvæmt reglugerð þessari á við um:
a) | aðila sem tilgreindur er í listum samkvæmt reglugerð þessari þegar kveðið er á um frystingarskyldu og | |
b) | aðila sem tilgreindur er á grundvelli ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1373 (2001), ef réttmætur grundvöllur eða réttmætar ástæður eru til að gruna eða ætla að viðkomandi aðili eða rekstrareining sé hryðjuverkamaður, einhver sem fjármagnar hryðjuverkastarfsemi eða hryðjuverkasamtök. |
Áður en ákvörðun er tekin um frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs skv. b-lið 1. mgr. skal utanríkisráðherra eiga samráð við embætti héraðssaksóknara. Frystingin fer þannig fram að nafn viðkomandi aðila er birt í reglugerð sem kveður nánar á um frystingarskylduna.
Skylda til að frysta fjármuni og efnahagslegan auð hvílir á fjármálafyrirtækjum og öðrum aðilum, sem hafa stjórn á eða í vörslu sinni fjármuni eða efnahagslegan auð tilgreindra aðila. Þeim ber að sjálfsdáðum að fylgjast með breytingum og uppfærslum á listum yfir tilgreinda aðila, sem vísað er til á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á, og framkvæma frystinguna um leið og breyting eða uppfærsla er birt á þeim vefjum.
Frysting skal taka til fjármuna og efnahagslegs auðs sem tilheyra, eru í eigu, í vörslu eða undir stjórn viðkomandi aðila.
Frysting fjármuna eða efnahagslegs auðs kemur ekki í veg fyrir að lagðir séu inn á reikninga, sem hafa verið frystir:
a) | vextir eða aðrar tekjur af þessum reikningum eða | |
b) | greiðslur samkvæmt samningum, samkomulagi eða skuldbindingum sem stofnað var til eða mynduðust áður en þvingunaraðgerðir voru ákveðnar. |
Slíkir vextir, aðrar tekjur og greiðslur skulu frystar.
Þegar fjármunir eða efnahagslegur auður er frystur tekur frystingin einnig til vaxta, arðs og annarra tekna, sem af þeim eða honum hlýst, svo og til greiðslna vegna samninga eða skuldbindinga sem stofnað var til áður en til frystingar kom.
Fjármálafyrirtæki og aðrir aðilar sem standa að frystingu fjármuna eða efnahagslegs auðs skulu án tafar tilkynna um slíkar ráðstafanir:
a) | þeim aðilum sem frysting beinist gegn, | |
b) | utanríkisráðuneytinu og | |
c) | Fjármálaeftirlitinu. |
Nú eru fjármunir eða efnahagslegur auður aðila frystur og skulu þá engir aðrir fjármunir eða efnahagslegur auður, með beinum eða óbeinum hætti, gerður tiltækur þeim aðila eða honum gert kleift að njóta góðs af þeim fjármunum eða efnahagslegum auði.
Utanríkisráðherra getur heimilað að frystingu sé aflétt að því er varðar fjármuni eða efnahagslegan auð sem er:
a) | nauðsynlegur til að uppfylla grunnþarfir viðkomandi einstaklinga og aðstandenda á framfæri þeirra, þ.m.t. greiðslur vegna matarkaupa, leigu eða veðlána, lyfja og læknismeðferðar, skattheimtu, iðgjalda og opinberra þjónustugjalda, | |
b) | eingöngu ætlaður til að greiða hæfilega sérfræðiþóknun eða til endurgreiðslu á kostnaði vegna lögfræðiþjónustu, | |
c) | eingöngu ætlaður til að greiða þóknanir eða þjónustugjöld fyrir venjubundna vörslu eða viðhald frystra fjármuna eða efnahagslegs auðs. |
Ef fjármunir eða efnahagslegur auður er frystur í góðri trú samkvæmt reglugerð þessari skulu viðkomandi aðilar eða starfsmenn þeirra ekki vera bótaskyldir á nokkurn hátt vegna frystingarinnar.
4. gr.
Fjármögnun hryðjuverkastarfsemi o.fl.
Ákvæði 6. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014 hljóði svo:
Ákvæði þessarar greinar eru m.a. sett til þess að framkvæma ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn hryðjuverkastarfsemi, einkum ályktanir nr. 1373 (2001), 1.-2. tölul. og nr. 2178 (2014), 4.-8. tölul.
Bannað er:
a) | að taka þátt í samtökum eða hóp með hryðjuverk að markmiði. Í því felst það að taka þátt í starfsemi samtaka eða hóps í því skyni að fremja eitt eða fleiri hryðjuverk eða stuðla að því að eitt eða fleiri hryðjuverk verði framin á vegum samtakanna eða hópsins, | |
b) | að fá þjálfun til hryðjuverka. Í því felst það að fá tilsögn annars aðila, þ.m.t. til að öðlast þekkingu eða hagnýta færni, í gerð og meðferð sprengiefnis, skotvopna eða annarra vopna eða eitraðra eða hættulegra efna eða í öðrum tilteknum aðferðum eða tækni í því skyni að fremja hryðjuverk eða stuðla að hryðjuverki, | |
c) | að ferðast til annars lands með hryðjuverk að markmiði. Í því felst það að ferðast til ríkis, þar sem viðkomandi hefur hvorki ríkisfang né búsetu, í því skyni að fremja, stuðla að eða taka þátt í hryðjuverkum eða til að veita eða fá þjálfun í framkvæmd hryðjuverka, | |
d) | að fjármagna ferð til annars lands með hryðjuverk að markmiði. Í því felst það að láta í té eða safna, með hvaða aðferð sem er, beint eða óbeint, fjármunum sem gera einstaklingi kleift, að fullu eða að hluta, að ferðast til annarra landa með hryðjuverk að markmiði vitandi það að fénu á að verja, að fullu eða að hluta, í þeim tilgangi, | |
e) | að skipuleggja eða greiða á annan hátt fyrir ferð til annars lands með hryðjuverk að markmiði. Í því felst það að skipuleggja eða greiða á annan hátt fyrir ferð til annars lands með hryðjuverk að markmiði hvers konar skipulagningu eða fyrirgreiðslu til að aðstoða einstakling við að ferðast til annars lands með hryðjuverk að markmiði. |
Ákvæði reglugerðar þessarar sem varða fjármögnun hryðjuverkastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, skulu ekki skerða réttindi þriðja aðila í góðri trú, sbr. 5. tölul. 8. gr. alþjóðasamnings um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi (1999).
Við beitingu þessarar greinar skulu virtar skuldbindingar á sviði mannréttinda, einkum um ferðafrelsi, tjáningarfrelsi, félagafrelsi og trúfrelsi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu, alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og öðrum skuldbindingum að þjóðarétti.
5. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 295/2015 um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014.
Utanríkisráðuneytinu, 22. janúar 2016.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)