1. gr.
Almenn ákvæði.
Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja:
a) | ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem eru settar á grundvelli 41. gr. VII. kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, | |
b) | ákvörðunum framkvæmdanefnda þess um þvingunaraðgerðir og/eða | |
c) | ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, eftir því sem við á. |
Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir öryggisráðsins og framkvæmdanefnda þess eða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
2. gr.
Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Sameiginleg afstaða ráðsins 2008/109/SSUÖ frá 12. febrúar 2008 um þvingunaraðgerðir gegn Líberíu, fylgiskjal 1. | |
1.1 | Ákvörðun ráðsins 2010/129/SSUÖ frá 1. mars 2010 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2008/109/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Líberíu, fylgiskjal 2. | |
1.2 | Ákvörðun ráðsins 2014/141/SSUÖ frá 14. mars 2014 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2008/109/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Líberíu, fylgiskjal 3. | |
2. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 234/2004 frá 10. febrúar 2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir með tilliti til Líberíu og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1030/2003, fylgiskjal 4. | |
2.1 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1126/2006 frá 24. júlí 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 234/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir með tilliti til Líberíu og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1030/2003 og um að fella tímabundið úr gildi tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 5. | |
2.2 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1819/2006 frá 11. desember 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 234/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir með tilliti til Líberíu, fylgiskjal 6. | |
2.3 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 719/2007 frá 25. júní 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 234/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir með tilliti til Líberíu, fylgiskjal 7. | |
2.4 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 866/2007 frá 23. júlí 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 234/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 8. | |
2.5 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 493/2010 frá 7. júní 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 234/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 9. | |
2.6 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 262/2014 frá 14. mars 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 234/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 10. | |
3. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 frá 29. apríl 2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 11. | |
3.1 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1149/2004 frá 22. júní 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 12. | |
3.2 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1478/2004 frá 18. ágúst 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 13. | |
3.3 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1580/2004 frá 8. september 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 14. | |
3.4 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2005 frá 9. júní 2005 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 15. | |
3.5 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2024/2005 frá 12. desember 2005 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 16. | |
3.6 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1462/2007 frá 11. desember 2007 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 17. | |
3.7 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 973/2008 frá 2. október 2008 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 18. | |
3.8 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1216/2008 frá 5. desember 2008 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir að því er varðar Líberíu, fylgiskjal 19. | |
3.9 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 275/2009 frá 2. apríl 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 20. | |
3.10 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 496/2009 frá 11. júní 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 21. | |
3.11 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 835/2009 frá 11. september 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 22. | |
3.12 | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 26/2010 frá 12. janúar 2010 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 23. | |
3.13 | Framkvæmdarreglugerð framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) nr. 116/2012 frá 9. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 24. | |
3.14 | Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 777/2012 frá 27. ágúst 2012 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 25. | |
3.15 | Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 9/2013 frá 9. janúar 2013 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 26. | |
3.16 | Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 291/2013 frá 26. mars 2013 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 27. | |
3.17 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 102/2014 frá 4. febrúar 2014 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 872/2004 um frekari þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu, fylgiskjal 28. |
Viðaukar við framangreindar gerðir eru birtir á frummáli, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
3. gr.
Aðlögun.
Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:
a) | ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á, | |
b) | ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda, | |
c) | tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á, | |
d) | tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005, | |
e) | tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á, | |
f) | vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/ thvingunaradgerdir. |
4. gr.
Tilkynning.
Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.
5. gr.
Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.
6. gr.
Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.
7. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi:
Utanríkisráðuneytinu, 9. júlí 2015.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDf-skjal)