1. gr.
Þvingunaraðgerðir.
Ákvæði 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Belarus nr. 97/2012 hljóði svo:
Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:
1. | Ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ frá 15. október 2012 um þvingunaraðgerðir gegn Belarus, fylgiskjal 1. | |
1.1 | Ákvörðun ráðsins 2013/308/SSUÖ frá 24. júní 2013 um breytingu á ákvörðun 2012/642/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Belarus, fylgiskjal 2. | |
1.2 | Ákvörðun ráðsins 2013/534/SSUÖ frá 29. október 2013 um breytingu á ákvörðun 2012/642/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Belarus, fylgiskjal 3. | |
1.3 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2014/24/SSUÖ frá 20. janúar 2014 um framkvæmd ákvörðunar 2012/642/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Belarus, fylgiskjal 4. | |
1.4 | Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2014/439/SSUÖ frá 8. júlí 2014 um framkvæmd ákvörðunar 2012/642/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Belarus, fylgiskjal 4a. | |
1.5 | Ákvörðun ráðsins 2014/750/SSUÖ frá 30. október 2014 um breytingu á ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Belarus, fylgiskjal 4b. | |
2. | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 frá 18. maí 2006 um þvingunaraðgerðir gegn Lúkasjenkó forseta og tilteknum embættismönnum í Belarus, fylgiskjal 5. | |
2.1 | Reglugerð ráðsins (EB) nr. 646/2008 frá 8. júlí 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir gegn Lúkasjenkó forseta og tilteknum embættismönnum í Belarus, fylgiskjal 6. | |
2.2 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 84/2011 frá 31. janúar 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir gegn Lúkasjenkó forseta og tilteknum embættismönnum í Belarus, fylgiskjal 7. | |
2.3 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 588/2011 frá 20. júní 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir gegn Lúkasjenkó forseta og tilteknum embættismönnum í Belarus, fylgiskjal 8. | |
2.4 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 999/2011 frá 10. október 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 9. | |
2.5 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 354/2012 frá 23. apríl 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 10. | |
2.6 | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1014/2012 frá 6. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 11. | |
2.7 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1054/2013 frá 29. október 2013 um framkvæmd 1. mgr. 8. gr. a í reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 12. | |
2.8 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins nr. 46/2014 frá 20. janúar 2014 um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 13. | |
2.9 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 740/2014 frá 8. júlí 2014 um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 14. | |
2.10 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1159/2014 frá 30. október 2014 um framkvæmd 1. mgr. 8. gr. a í reglugerð (EB) nr. 765/2006 um þvingunaraðgerðir með tilliti til Belarus, fylgiskjal 15. |
Fylgiskjöl 2-4b og 12-15 eru birt sem fylgiskjöl 1-9 við reglugerð þessa. Fylgiskjal 2 (ákvörðun ráðsins 2013/308/SSUÖ) kemur í stað framkvæmdarákvörðunar ráðsins 2013/248/SSUÖ.
I. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006, eins og honum var breytt, sbr. fylgiskjal 5, er ekki birtur hér en þess í stað vísast í viðauka við ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ, eins og honum var breytt, sbr. fylgiskjal 1. II. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr. Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins, sem vísað er til í 1. gr. b í reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006, er birtur sem viðauki (Annex) við fylgiskjal 5 við reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014, sbr. reglugerð nr. 294/2015 og nefnist þar "Skrá yfir varnartengdar vörur."
Viðaukar við framangreindar gerðir eru birtir á frummáli, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.
2. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 9. júlí 2015.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDf-skjal)