Utanríkisráðuneyti

745/2015

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Á eftir 33. tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum, komi eftirfarandi töluliðir sem hljóði svo:

  34) Ákvörðun ráðsins 2014/933/SSUÖ frá 18. desember 2014 um breytingu á ákvörðun 2014/386/SSUÖ um þvingunaraðgerðir vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol.
  35) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/959 frá 19. júní 2015 um breytingu á ákvörðun 2014/386/SSUÖ um þvingunaraðgerðir vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol.
  36) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1351/2014 frá 18. desember 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 692/2014 um þvingunaraðgerðir vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol.
  37) Ákvörðun ráðsins 2014/801/SSUÖ frá 17. nóvember 2014 um breytingu á ákvörðun 2015/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  38) Ákvörðun ráðsins 2014/855/SSUÖ frá 28. nóvember 2014 um breytingu á ákvörðun 2015/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  39) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/241 frá 9. febrúar 2015 um breytingu á ákvörðun 2015/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  40) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/432 frá 13. mars 2015 um breytingu á ákvörðun 2015/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  41) Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1225/2014 frá 17. nóvember 2014 um fram­kvæmd reglugerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  42) Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1270/2014 frá 28. nóvember 2014 um fram­kvæmd reglugerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  43) Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/240 frá 9. febrúar 2015 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  44) Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/427 frá 13. mars 2015 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.
  45) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/143 frá 29. janúar 2015 um breytingu á ákvörðun 2014/119/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Úkraínu.
  46) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/364 frá 5. mars 2015 um breytingu á ákvörðun 2014/119/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Úkraínu.
  47) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/876 frá 5. júní 2015 um breytingu á ákvörðun 2014/119/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Úkraínu.
  48) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 2015/138 frá 29. janúar 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 208/2014 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Úkraínu.
  49) Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/357 frá 5. mars 2015 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 208/2014 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Úkraínu.
  50) Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/869 frá 5. júní 2015 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 208/2014 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Úkraínu.
  51) Ákvörðun ráðsins 2014/872/SSUÖ frá 4. desember 2014 um breytingu á ákvörðun 2014/512/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússa sem grafa undan stöðugleika í Úkraínu og á ákvörðun 2014/659/SSUÖ um breytingu á ákvörðun 2014/512/SSUÖ. 
  52) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/971 frá 22. júní 2015 um breytingu á ákvörðun 2014/512/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússa sem grafa undan stöðugleika í Úkraínu.
  53) Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1290/2014 frá 4. desember 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 833/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússa sem grafa undan stöðug­leika í Úkraínu og á reglugerð (ESB) nr. 960/2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 833/2014.

Gerðir sem vísað er til í 34.-53. tölul. eru birtar sem fylgiskjöl 1-20 við reglugerð þessa.

Leiðréttingar á eftirfarandi gerðum eru birtar sem fylgiskjöl 21-24 við reglugerð þessa:

  - Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 477/2014.
  - Ákvörðun ráðsins 2014/265/SSUÖ.
  - Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 810/2014.
  - Ákvörðun ráðsins 2014/499/SSUÖ.

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 9. júlí 2015.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica