Utanríkisráðuneyti

294/2015

Reglugerð um breyting á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014. - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing gerða.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014:

1)

Í stað fylgiskjals 3 í upptalningu kemur:

 

-

Fylgiskjal 3: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1382/2014 frá 22. október 2014 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 um að setja Bandalagsreglur um eftirlit með útflutningi, flutningi, miðlun og umflutningi hluta með tvíþætt notagildi.

2)

Í stað fylgiskjals 5 í upptalningu kemur:

 

-

Fylgiskjal 5: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/108/ESB frá 12. desember 2014 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB að því er varðar skrána yfir varnartengdar vörur.

3)

Á eftir fylgiskjali 5 í upptalningu kemur nýr liður:

 

-

Fylgiskjal 6: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 599/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 um að setja Bandalags­reglur um eftirlit með útflutningi, flutningi, miðlun og umflutningi hluta með tvíþætt notagildi.

Fylgiskjöl 3, 5 og 6 eru birt sem fylgiskjöl 1, 2 og 3 við reglugerð þessa.

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4., 5. og 14. gr. laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 2. mars 2015.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica