Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Utanríkisráðuneyti

766/2014

Reglugerð um breyting á reglugerð um aðgerðir til stuðnings við starfsemi Alþjóðlega sakamáladómstólsins fyrir fyrrum lýðveldi Júgóslavíu. - Brottfallin

1. gr.

Heiti reglugerðar nr. 904/2009 verði:

Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Serbíu.

2. gr.

Eftirfarandi málsgreinar komi í stað 1. og 2. mgr. 1. gr.:

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildar­ríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðana­skipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.

Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins varðandi Serbíu byggja á eftirfarandi gerðum:

-

Sameiginleg afstaða 2000/696/SSUÖ frá 10. nóvember 2000 um að viðhalda vissum þvingunaraðgerðum sem beinast gegn herra Milosevic og aðilum sem honum tengjast.

-

Sameiginleg afstaða 2001/155/SSUÖ frá 26. febrúar 2001 um breytingu á sam­eigin­legri afstöðu 2000/696/SSUÖ um að viðhalda vissum þvingunaraðgerðum sem beinast gegn herra Milosevic og aðilum sem honum tengjast.

-

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2488/2000 frá 10. nóvember 2000 um að viðhalda frystingu fjármuna varðandi herra Milosevic og þá aðila sem honum tengjast.

-

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2001 frá 19. júní 2001 um breytingu, í fyrsta sinn, á reglugerð ráðsins (EB) nr. 2488/2000 um að viðhalda frystingu fjármuna varðandi herra Milosevic og þá aðila sem honum tengjast.



3. gr.

Ákvæði 2. gr. hljóði svo:

Einstaklingum, sem tilgreindir eru í viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu.

4. gr.

Ákvæði 3. gr. hljóði svo:

Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila sem tilgreindir eru í viðauka.

5. gr.

Heiti I. viðauka verði: Viðauki - Listi varðandi landgöngubann og frystingu fjármuna.

1. og 2. hluti I. viðauka falli niður.

Fyrirsögnin; "3. 2001/155/CFSP (Serbía og Svartfjallaland)" falli niður.

II. viðauki falli niður.

6. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 18. júlí 2014.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Einar Gunnarsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica