1. gr.
Heiti reglugerðar nr. 904/2009 verði:
Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Serbíu.
2. gr.
Eftirfarandi málsgreinar komi í stað 1. og 2. mgr. 1. gr.:
Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.
Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins varðandi Serbíu byggja á eftirfarandi gerðum:
- |
Sameiginleg afstaða 2000/696/SSUÖ frá 10. nóvember 2000 um að viðhalda vissum þvingunaraðgerðum sem beinast gegn herra Milosevic og aðilum sem honum tengjast. |
- |
Sameiginleg afstaða 2001/155/SSUÖ frá 26. febrúar 2001 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2000/696/SSUÖ um að viðhalda vissum þvingunaraðgerðum sem beinast gegn herra Milosevic og aðilum sem honum tengjast. |
- |
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2488/2000 frá 10. nóvember 2000 um að viðhalda frystingu fjármuna varðandi herra Milosevic og þá aðila sem honum tengjast. |
- |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1205/2001 frá 19. júní 2001 um breytingu, í fyrsta sinn, á reglugerð ráðsins (EB) nr. 2488/2000 um að viðhalda frystingu fjármuna varðandi herra Milosevic og þá aðila sem honum tengjast. |
3. gr.
Ákvæði 2. gr. hljóði svo:
Einstaklingum, sem tilgreindir eru í viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu.
4. gr.
Ákvæði 3. gr. hljóði svo:
Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila sem tilgreindir eru í viðauka.
5. gr.
Heiti I. viðauka verði: Viðauki - Listi varðandi landgöngubann og frystingu fjármuna.
1. og 2. hluti I. viðauka falli niður.
Fyrirsögnin; "3. 2001/155/CFSP (Serbía og Svartfjallaland)" falli niður.
II. viðauki falli niður.
6. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 18. júlí 2014.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Einar Gunnarsson.