Utanríkisráðuneyti

1101/2013

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012.

1. gr.

Ákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 97/2012 um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús nr. 97/2012, sem ber fyrirsögnina "Þvingunaraðgerðir", hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr. Gerðirnar, ásamt viðauka, eru birtar sem fylgi­skjöl við reglugerð þessa:

1) ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ frá 15. október 2012 um þvingunaraðgerðir gegn Belarús, sbr. fylgiskjal 1, eins og henni var breytt með:

  1. framkvæmdarákvörðun ráðsins 2013/248/SSUÖ, sbr. fylgiskjal 2;

2) reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 frá 18. maí 2006 um þvingunaraðgerðir gegn Lúkasjenkó forseta og tilteknum embættismönnum í Belarús, sbr. fylgiskjal 5, eins og henni var breytt með:

  1. reglugerð ráðsins (EB) nr. 646/2008, sbr. fylgiskjal 6,
  2. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 84/2011, sbr. fylgiskjal 7,
  3. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 588/2011, sbr. fylgiskjal 8,
  4. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 999/2011, sbr. fylgiskjal 9,
  5. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 354/2012, sbr. fylgiskjal 10,
  6. reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1014/2012, sbr. fylgiskjal 11,
  7. framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1017/2012 og
  8. framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 494/2013.

I. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006, eins og honum var breytt, er ekki birtur hér en þess í stað vísast í viðauka við ákvörðun ráðsins 2012/642/SSUÖ, eins og honum var breytt, sbr. fylgiskjal 1. II. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 765/2006 er ekki birtur hér þar sem hann á ekki við, sbr. f-lið 3. gr.

Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins, sem vísað er til í 1. gr. b reglugerðar ráðsins (EB) nr. 765/2006, er birtur sem viðauki (Annex) við fylgiskjal 2 við reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 800/2011.

Viðaukar við framangreindar gerðir eru birtir á frummáli, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjölum við reglugerð nr. 97/2012:

  1. Fylgiskjal 1 við reglugerð þessa kemur í stað fylgiskjals 1 við reglugerð nr. 97/2012.
  2. Fylgiskjal 2 við reglugerð þessa kemur í stað fylgiskjals 2 við reglugerð nr. 97/2012.
  3. Fylgiskjal 3 við reglugerð þessa kemur í stað fylgiskjals 10 við reglugerð nr. 97/2012.
  4. Fylgiskjal 4 við reglugerð þessa kemur í stað fylgiskjals 11 við reglugerð nr. 97/2012.
  5. Fylgiskjöl 3-4 og 12-13 við reglugerð nr. 97/2012 falla niður.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 4. nóvember 2013.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica