1. gr.
Á eftir 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um alþjóðlegar öryggisaðgerðir varðandi hryðjuverkastarfsemi nr. 122/2009 komi tvær nýjar málsgreinar sem hljóði svo:
Skyldan til að frysta fjármuni og efnahagslegan auð skv. 1. mgr. á við um:
a) |
aðila sem tilgreindur er í listum á vegum alþjóðastofnunar eða ríkjahóps, þegar kveðið er á um frystingarskyldu og |
|
b) |
aðila sem tilgreindur er af öðru ríki á grundvelli ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 1373 (2001), enda séu gildar ástæður fyrir frystingunni og meint brot refsivert ef það væri dæmt eftir íslenskum lögum. |
Áður en ákvörðun er tekin um frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs skv. b-lið 2. mgr. skal utanríkisráðherra eiga samráð við embætti ríkissaksóknara og peningaþvættisskrifstofu. Frystingin fer þannig fram að nafn viðkomandi aðila er birt í reglugerð, sem kveður nánar á um frystingarskylduna.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 6. febrúar 2013.
Össur Skarphéðinsson.
Einar Gunnarsson.