Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1365/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 605/2021 um skráningarkerfi með losunarheimildir.

1. gr.

Orðin "nr. 96/2023" í 2. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1., 3., 5. og 10. tölul. falla brott.
  2. Við 7. tölul. bætist eftirfarandi málsliður: Eitt tonn af koldíoxíðsígildi samsvarar einu tonni af koldíoxíði eða því magni gróðurhúsalofttegunda sem hefur sambærilegan hnatthlýnunar­mátt.
  3. Í stað orðins "ásamt" í 12. tölul., kemur: með.
  4. 14. tölul. orðast svo: Vottuð losunarskýrsla: Skýrsla rekstraraðila um losun gróðurhúsa­lofttegunda á undangengnu almanaksári, sem vottuð er af óháðum vottunaraðila skv. lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  5. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Rekstraraðilar: Staðbundnar stöðvar, umráðendur loftfara/flugrekendur og skipafélög.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Umhverfisstofnun er landsstjórnandi Íslands í skráningarkerfi með los­unar­heimildir og hefur m.a. umsjón með stofnun og lokun reikninga, aðgangi að reikningum og skráningu upplýsinga um reikningshafa og aðgangshafa hvað varðar reikninga íslenska ríkisins og reikninga í skrá Sambandsins sem eru í eigu aðila sem heyra undir lögsögu Íslands. Umhverfisstofnun skal einnig veita notendum skráningarkerfisins upplýsingar og aðstoð við notkun þess.
  2. Í stað orðsins "Evrópusambandsins" í 2. mgr. kemur: ESB.

 

4. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þegar um er að ræða reikningshafa að viðskiptareikningum sem heyra undir reglugerð þessa skal að minnsta kosti einn viðurkenndur fulltrúi reiknings eiga lögheimili á Íslandi.

 

5. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Árleg gögn um losun gróðurhúsalofttegunda skulu vera vottuð í samræmi við lög og reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Umhverfisstofnun, sem lögbæru stjórnvaldi, er heimilt að fela vottunaraðila að staðfesta í skráningarkerfinu að losun sem þar er tilgreind sé í samræmi við vottaða losunarskýrslu rekstraraðila, sbr. 5. mgr. 31. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1122, sbr. 16. gr. reglu­gerðar þessarar.

 

6. gr.

Orðin "eða flugrekandi" í 1. og 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

7. gr.

Orðin "með síðari breytingum" í 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

8. gr.

Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2904 frá 25. október 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 um viðbætur við tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölul. 21anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2024 frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 39 frá 8. júní 2024, 2024/EES/39/09, bls. 125-156.

 

9. gr.

1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 22. gr. m laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og öðlast gildi við birtingu.

 

10. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtalinni gerð:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2904 frá 25. október 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölul. 21anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2024 frá 15. mars 2024.

 

11. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, nr. 96/2023, og 22. gr. m laga um loftslagsmál, nr. 70/2012, og öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica