1. gr.
Orðin "nr. 96/2023" í 2. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
4. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Þegar um er að ræða reikningshafa að viðskiptareikningum sem heyra undir reglugerð þessa skal að minnsta kosti einn viðurkenndur fulltrúi reiknings eiga lögheimili á Íslandi.
5. gr.
7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Árleg gögn um losun gróðurhúsalofttegunda skulu vera vottuð í samræmi við lög og reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Umhverfisstofnun, sem lögbæru stjórnvaldi, er heimilt að fela vottunaraðila að staðfesta í skráningarkerfinu að losun sem þar er tilgreind sé í samræmi við vottaða losunarskýrslu rekstraraðila, sbr. 5. mgr. 31. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1122, sbr. 16. gr. reglugerðar þessarar.
6. gr.
Orðin "eða flugrekandi" í 1. og 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar falla brott.
7. gr.
Orðin "með síðari breytingum" í 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar falla brott.
8. gr.
Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
9. gr.
1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 22. gr. m laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og öðlast gildi við birtingu.
10. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtalinni gerð:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2904 frá 25. október 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölul. 21anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2024 frá 15. mars 2024.
11. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, nr. 96/2023, og 22. gr. m laga um loftslagsmál, nr. 70/2012, og öðlast gildi við birtingu.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.