Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1111/2024

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 935/2018 um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2031 frá 12. nóvember 2019 um að fastsetja niðurstöður um bestu, aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna matvæla-, drykkjarvöru- og mjólkur­iðnaðarins, sem vísað er til í tl. 1fu, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2020 frá 11. desember 2020. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 93-126.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2010 frá 12. nóvember 2019 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna brennslu úrgangs, sem vísað er til í tl. 1fv, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2021 frá 5. febrúar 2021. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 1-38.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2031 frá 12. nóvember 2019 um að fastsetja niðurstöður um bestu, aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna matvæla-, drykkjarvöru- og mjólkur­iðnaðarins.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2010 frá 12. nóvember 2019 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna brennslu úrgangs.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng­unar­varnir.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. ágúst 2024.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica