Umhverfisráðuneyti

571/1997

Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma með tilteknum hættulegum efnum. - Brottfallin

Markmið.

1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun rafhlaðna og rafgeyma sem í eru hættuleg efni sem talin eru upp í 3. gr. og að stuðla að endurvinnslu eða skipulegri förgun þeirra.

Skilgreiningar.

2. gr.

Í reglugerð þessari merkir:

Rafhlaða eða rafgeymir: Uppspretta raforku sem myndast við beina umbreytingu efnaorku. Rafhlöður og rafgeymar eru samsett úr einni eða fleiri frumrafhlöðum, sem ekki er hægt að endurhlaða, eða endurhlaðanlegum rafhlöðum.

Notuð rafhlaða eða rafgeymir: Rafhlaða eða rafgeymir sem ekki er hægt að nota aftur og á að endurvinna eða farga.

Söfnunarstaður: Staður þar sem almenningur getur skilað notuðum rafhlöðum og/eða rafgeymum sér að kostnaðarlausu, t.d. bensínafgreiðslur, ýmsar verslanir og gámastöðvar.

Gildissvið.

3. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar taka til rafhlaðna og rafgeyma sem í eru:

 a)            meira en 25 mg kvikasilfurs (Hg) á rafhlöðu eða meira en 0,025% kvikasilfurs miðað við þyngd,

 b)           meira en 0,025% kadmíums (Cd) miðað við þyngd,

 c)            meira en 0,4% blýs (Pb) miðað við þyngd.

Takmarkanir.

4. gr.

Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota alkalímanganrafhlöður sem í eru meira en 0,025% kvikasilfurs.

Eftirtaldar rafhlöður eru undanþegnar þessu banni:

 a)            alkalímanganrafhlöður sem í eru minna en 0,05% kvikasilfurs og nota á um lengi tíma við sérstakar aðstæður (hitastig lægra en 0°C eða hærra en 50°C, höggáreiti o.s.frv.),

 b)           alkalímanganhnapparafhlöður og rafhlöður sem samsettar eru úr alkalímanganhnapparafhlöðum.

Merkingar og meðferð.

5. gr.

Rafhlöður og rafgeyma, og eftir því sem við verður komið tæki og vörur sem þau eru hluti af, skal merkja á viðeigandi hátt. Merkingin skal vera greinileg, auðlæsileg og óafmáanleg.

Merkingin skal upplýsa um eftirtalin atriði:

 a)            sérstaka söfnun þ.e. aðgreiningu frá húsasorpi,

 b)           tegund þungmálma.

Í I. viðauka við reglugerð þessa er að finna nánari skýringar á þessu ákvæði um merkingar.

6. gr.

Rafhlöðum og rafgeymum skal þannig fyrirkomið í tækjum og vörum að notendur eigi auðvelt með að fjarlægja þau. Tryggja skal þó að börn geti ekki náð til rafhlaðna í tækjum eða vörum ef rafhlöðurnar falla undir þessa reglugerð.

Tækjum þar sem ekki er augljóst hvernig skipta skuli um rafhlöður og rafgeyma skulu fylgja leiðbeiningar sem veita notanda upplýsingar um innihald rafhlaðnanna og rafgeymanna, ef þau eru hættuleg umhverfinu, og sýna hvernig fjarlægja megi þau á öruggan hátt.

Undanskilin þessu ákvæði eru þau tæki og notkunarsvið rafhlaðna og rafgeyma sem upp eru talin í II. viðauka við reglugerð þessa.

Förgun.

7. gr.

Notaðar rafhlöður og rafgeymar, sem þessi reglugerð tekur til, flokkast sem spilliefni og fer um þau í samræmi við ákvæði mengunarvarnareglugerðar. Notuðum rafhlöðum og rafgeymum skal komið til söfnunarstaðar. Sveitarfélög bera ábyrgð á söfnun og förgun notaðra rafhlaðna og rafgeyma.

Eftirlit.

8. gr.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar að öðru leyti en því sem fellur undir lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Viðurlög.

9. gr.

Um mál er rísa kunna út af brotum á reglum þessum fer að hætti opinberra mála. Um refsingar fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

Gildistaka.

10. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum og 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum.

Einnig er höfð hliðsjón af þeim ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. viðauka, XV. kafla, 11. tl., tilskipunar 91/157/EBE, um rafhlöður og rafgeyma sem innihalda tiltekin hættuleg efni ásamt breytingum í tilskipun 93/86/EBE.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 30. september 1997.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 

 

 

I. Viðauki

Nánari skýringar á merkingarákvæðum 5. gr.

 1.            Merkingar sem gefa til kynna að safna eigi rafhlöðum og rafgeymum sérstaklega, og þannig aðgreina frá húsasorpi, skulu samanstanda af merki með mynd af íláti á hjólum sem krossað er yfir, sbr. myndir hér að neðan:

                Merkið skal þekja þrjá hundruðustu hluta stærstu hliðar rafhlöðunnar eða rafgeymisins en ekki vera stærra en 5x5 cm. Ef um er að ræða sívalninga skal merkið þekja þrjá hundruðustu af hálfu yfirborðssvæði rafhlöðunnar eða rafgeymisins en ekki vera stærra en 5x5 cm.

                Ef smæð rafhlöðunnar er slík að merkið yrði minna en 0,5x0,5 cm er ekki þörf á að merkja rafhlöðuna eða rafgeyminn en prenta skal merkið í stærðinni 1x1 cm á umbúðirnar.

 2.            Merkingar sem upplýsa um tegund þungmálma sem rafhlöður og rafgeymar innihalda skulu sýna efnafræðitákn viðkomandi málms, Hg (kvikasilfur), Cd (kadmíum) eða Pb (blý).

                Efnafræðitáknið skal prentað fyrir neðan merkið um sérstaka söfnun. Táknið skal þekja svæði sem er hið minnsta einn fjórði af stærð merkisins um sérstaka söfnun.

II. Viðauki

Flokkar tækja og notkunarsvið rafhlaðna og rafgeyma

sem undanþegin eru ákvæðum 6. gr.

 1.            Tæki þar sem rafhlöður eru lóðaðar, soðnar eða á annan hátt festar við tengil til að tryggja órofið afl í iðnaði, ef þess er krafist, og tæki til að geyma minni og gögn í ákveðnum gerðum upplýsinga- og skrifstofutæknibúnaðar. Þetta á einungis við ef rafhlöður og rafgeymar sem þessi reglugerð tekur til eru nauðsynleg af tæknilegum ástæðum.

 2.            Viðmiðunarrafhlöður í tækjum sem notuð eru í vísinda- og atvinnuskyni, rafhlöður og rafgeymar í lækningatækjum sem eiga að halda lífsnauðsynlegri starfsemi í gangi og rafhlöður og rafgeymar í gangráðum þar sem stöðug starfsemi er lífsnauðsynleg. Hér er um að ræða rafhlöður og rafgeyma sem aðeins sérmenntað starfsfólk getur fjarlægt.

 3.            Færanleg tæki þegar það getur stofnað notanda í hættu eða haft áhrif á starfsemi tækisins ef aðrir en menntað og hæft starfsfólk fjarlægja rafhlöðurnar og atvinnutæki sem nota á í mjög varasömu umhverfi, svo sem í námunda við rokgjörn efni.

Merkið skal þekja þrjá hundruðustu hluta stærstu hliðar rafhlöðunnar eða rafgeymisins en ekki vera stærra en 5x5 cm. Ef um er að ræða sívalninga skal merkið þekja þrjá hundruðustu af hálfu yfirborðssvæði rafhlöðunnar eða rafgeymisins en ekki vera stærra en 5x5 cm.

                Ef smæð rafhlöðunnar er slík að merkið yrði minna en 0,5x0,5 cm er ekki þörf á að merkja rafhlöðuna eða rafgeyminn en prenta skal merkið í stærðinni 1x1 cm á umbúðirnar.

2.             Merkingar sem upplýsa um tegund þungmálma sem rafhlöður og rafgeymar innihalda skulu sýna efnafræðitákn viðkomandi málms, Hg (kvikasilfur), Cd (kadmíum) eða Pb (blý).

                Efnafræðitáknið skal prentað fyrir neðan merkið um sérstaka söfnun. Táknið skal þekja svæði sem er hið minnsta einn fjórði af stærð merkisins um sérstaka söfnun.

II. Viðauki

Flokkar tækja og notkunarsvið rafhlaðna og rafgeyma

sem undanþegin eru ákvæðum 6. gr.

1.             Tæki þar sem rafhlöður eru lóðaðar, soðnar eða á annan hátt festar við tengil til að tryggja órofið afl í iðnaði, ef þess er krafist, og tæki til að geyma minni og gögn í ákveðnum gerðum upplýsinga- og skrifstofutæknibúnaðar. Þetta á einungis við ef rafhlöður og rafgeymar sem þessi reglugerð tekur til eru nauðsynleg af tæknilegum ástæðum.

2.             Viðmiðunarrafhlöður í tækjum sem notuð eru í vísinda- og atvinnuskyni, rafhlöður og rafgeymar í lækningatækjum sem eiga að halda lífsnauðsynlegri starfsemi í gangi og rafhlöður og rafgeymar í gangráðum þar sem stöðug starfsemi er lífsnauðsynleg. Hér er um að ræða rafhlöður og rafgeyma sem aðeins sérmenntað starfsfólk getur fjarlægt.

3.             Færanleg tæki þegar það getur stofnað notanda í hættu eða haft áhrif á starfsemi tækisins ef aðrir en menntað og hæft starfsfólk fjarlægja rafhlöðurnar og atvinnutæki sem nota á í mjög varasömu umhverfi, svo sem í námunda við rokgjörn efni.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica