REGLUGERÐ
um að aflétta friðun svartbaks,
sílamáfs, silfurmáfs og hrafns.
1. gr.
Friðun svartbaks, sílamáfs, silfurmáfs og hrafns er aflétt allt árið.
2. gr.
Við veiðar á þessum fuglum má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl. Óheimilt er að nota haglabyssu með hlaupvídd stærri en nr. 12
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 17. gr. laga nr. 64/ 1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðlast gildi 1. júlí nk.
Umhverfisráðuneytið 20. júní 1994.
Össur Skarphéðinsson.
Magnús Jóhannesson.