1. gr.
Í stað A og B hluta IV. viðauka koma nýir A og B hlutar sem birtir eru í fylgiskjali við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/50/EB, um breytingu á IV. viðauka A og IV. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, sem vísað er til í tl. 12n í XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2007, þann 28. apríl 2007.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 21. maí 2008.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)