1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka:
a) |
Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 663 breytist og efni með EB-tilvísunarnúmer 1234-1243 bætast við viðaukann í samræmi við ákvæði fylgiskjals I með reglugerð þessari. |
b) |
Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 1182 fellur niður. |
2. gr.
Ný efni með EB-tilvísunarnúmer 98-101 bætast við 3. viðauka A, í samræmi við ákvæði fylgiskjals II með reglugerð þessari.
3. gr.
Í 4. viðauka fellur niður litarefnið CI 45425 (CAS-nr. 38577-97-8) .
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. viðauka:
a) |
Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 5 og 43 skulu merktar með (x) í dálki a en í færslum með EB-tilvísunarnúmer 1, 2, 4, 7, 12, 14, 18, 19, 21, 22, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 32, 33, 35, 37, 42 og 47 fellur merkingin (x) í dálki a niður. |
b) |
Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 10 og 36 falla niður. |
c) |
Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 8 og 56 breytast og í stað færslu fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 1 koma tvær færslur með EB-tilvísunarnúmer 1 og 1a í samræmi við ákvæði fylgiskjals III með reglugerð þessari. |
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:
a) |
Tilskipun 2007/1/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur varðandi tæknilega aðlögun á II. viðauka, sem vísað er til í tl.1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2007, þann 29. september 2007. |
b) |
Tilskipun 2007/17/EB um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur varðandi tæknilega aðlögun á III. og VI. viðauka, sem vísað er til í tl.1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2007, þann 29. september 2007. |
c) |
Tilskipun 2007/22/EB, um breytingu á tilskipun 76/768/EBE, um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á IV. og VI. viðauka, sem vísað er til í tl.1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2007, þann 7. desember 2007. |
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar þessarar er markaðssetning snyrtivara sem ekki uppfylla ákvæði 2. gr. og a- og b-liðar 4. gr. heimil til 23. maí 2008 og sala til 23. júní 2008. Markaðssetning snyrtivara sem ekki uppfylla ákvæði c-liðar 4. gr. og 3. gr. er heimil til 18. október 2008 og sala til 18. apríl 2009.
Umhverfisráðuneytinu, 21. apríl 2008.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Ingibjörg Halldórsdóttir.
Fylgiskjöl.
sjá PDF-skjal)