1. gr.
3. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Skilgreiningar.
Bensín: Allar rokgjarnar olíur sem ætlaðar eru til þess að knýja rafkveikjuhreyfla sem notaðir eru í hvers konar tæki og búnað annan en flugvélar.
Bílagasolía (dísilolía): Gasolía sem einkum er ætluð fyrir vélknúin ökutæki, sbr. reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Til bílagasolíu telst einnig gasolía til nota á færanlegar vinnuvélar sem ætlaðar eru til nota utan vegar.
Gasolía: Eldsneyti, annað en skipaolía, sem unnið er úr jarðolíu og tilheyrir millieimingarsviði, þar sem minna en 65% af rúmmáli eimast við 250°C og þar sem a.m.k. 85% af rúmmáli eimast við 350oC skv. ASTM D86 aðferðinni.
Skipadísilolía: Skipaolía sem hefur seigju eða eðlismassa á því bili sem gefið er upp fyrir DMB og DMC flokka í töflu 1 í ISO staðli 8217:2005.
Skipagasolía: Skipaolía sem hefur seigju eða eðlismassa á því bili sem gefið er upp fyrir DMA og DMX flokka í töflu 1 í ISO staðli 8217:2005.
Skipaolía (marine fuel): Allt fljótandi eldsneyti sem ætlað er til nota í skipum og bátum, þ.m.t. eldsneyti sem skilgreint er í ISO 8217:2005.
Svartolía: Skipaolía sem ætluð er til nota í skipum og flokkuð er í töflu 2 í ISO staðli 8217:2005. Einnig eldsneyti til nota í föstum brennslustöðvum á landi. Svartolía er unnin úr jarðolíu og flokkast sem þung olía á grundvelli eimingarsviðs þar sem minna en 65% af rúmmáli eimast við 250oC skv. ASTM D86 aðferðinni. Ef ekki er mögulegt að ákvarða eimingarhlutfall fellur eldsneytið einnig undir þennan flokk.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:
a) 1. mgr. orðast svo:
Einungis er heimilt að flytja inn og selja eldsneyti sem uppfyllir kröfur sem settar eru fram í I.-IV. viðauka. Um bensín gildir I. viðauki, um bílagasolíu II. viðauki, um svartolíu, skipadísilolíu og skipagasolíu III. viðauki og um aðra gasolíu en bílagasolíu gildir IV. viðauki. Þetta á þó ekki við um metanól, sbr. 8. gr.
b) 4. mgr. fellur niður.
3. gr.
III. viðauki orðast svo:
III. VIÐAUKI
Kröfur varðandi brennistein í eldsneyti.
Gerð: Svartolía, skipadísilolía og skipagasolía.
Færibreyta |
Mæli-eining |
Markgildi (1) |
Prófun |
Markgildi vegna loftgæða |
|||
Lágmark |
Hámark |
Aðferð |
Útgáfud. |
Hámark |
Lágmark |
||
Brennisteinn í svartolíu |
% m/m |
- |
2% |
EN-ISO 14596 ISO8754 |
1998 1992 |
- |
1% (2) |
Brennisteinn í skipadísilolíu |
% m/m |
- |
2% |
EN-ISO 14596 ISO8754 |
1998 1992 |
- |
1% |
Brennisteinn í skipagasolíu |
% m/m |
- |
0,2% |
EN-ISO 14596 ISO8754 |
1998 1992 |
- |
0,2% |
(1) Sjá skýringu (2) í I. viðauka |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. og 29. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988, með síðari breytingum, sbr. og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/33/EB um breytingu á tilskipun 99/32/EB um að draga úr magni brennisteins í tilteknum tegundum fljótandi eldsneytis.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 21. desember 2005.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.