Umhverfisráðuneyti

528/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur, nr. 919/2002. - Brottfallin

1. gr.

Við 7. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:

Aðeins þau sýni sem tekin eru samkvæmt reglubundnu vikulegu eftirlitskerfi mjólkurstöðvar skulu höfð til viðmiðunar við útreikning á faldmeðaltali samkvæmt viðauka III. Önnur sýni sem tekin eru skulu vera talin til aðstoðar við eftirlit með mjólkurgæðum. Niðurstöður úr rannsóknum slíkra sýna skulu tilkynnt til eftirlitsaðila, ef þær gefa til kynna að hætta geti stafað af fyrir neytendur.

2. gr.

13. gr. verður svohljóðandi:

Mjólkurstöð er óheimilt að taka við mjólk til framleiðslu og dreifingar frá framleiðanda nema fyrir liggi gilt framleiðsluleyfi. Afrit af framleiðsluleyfi skal liggja fyrir í mjólkurstöð.

Framleiðandi skal gera ráðstafanir til að tryggja að mjólk sem lögð er inn í mjólkurstöð uppfylli lágmarkskröfur um mjólkurgæði, skv. viðauka III. Mjólkurstöðvar skulu senda einstökum framleiðendum niðurstöður mælinga á mjólkurgæðum þeirra, eins fljótt og verða má eftir að þær liggja fyrir. Eftirlitsaðilar skulu hafa aðgang að upplýsingum um mjólkurgæði.

Mjólkurstöð skal þegar í stað tilkynna viðkomandi framleiðanda og héraðsdýralækni þegar mjólkin uppfyllir ekki ákvæði viðauka III.

Uppfylli framleiðandi ekki lágmarkskröfur um mjólkurgæði innan þriggja mánaða frá fyrstu tilkynningu um að mjólk frá honum uppfylli ekki kröfur skv. III. viðauka, er mjólkurstöðvum óheimilt að taka á móti mjólk frá viðkomandi framleiðanda fyrr en mjólkin fullnægir fyrrnefndum kröfum á ný.

Framleiðandi getur þó sótt til héraðsdýralæknis um tímabundna undanþágu til innlagnar mjólkur í mjólkurbú, hafi síðasta sýni úr tankmjólk staðist kröfur viðauka III.

Skilyrði fyrir tímabundinni undanþágu er að niðurstöður úr reglubundnum sýnatökum séu ávallt undir 400.000 frumum/ml, hafi undanþágan verið gefin vegna frumutals. Líftala skal ávallt vera undir 100.000/ml, hafi undanþága verið gefin vegna líftölu.

Tímabundna undanþágu samkvæmt þessum reglum má mest gefa í 60 daga. Á þessu tímabili skal mjólkurstöð senda héraðsdýralækni allar niðurstöður um mjólkurgæði.

Héraðsdýralæknir skal afturkalla framleiðsluleyfi framleiðanda mjólkurinnar, telji hann að hætta geti stafað af fyrir neytendur. Héraðsdýralæknir skal gefa viðkomandi mjólkurstöð upplýsingar um málið.

3. gr.

Viðauki III verður svohljóðandi:

Sýni til rannsókna skulu vera af kældri mjólk, sem tekin hafa verið úr kæligeymi framleiðandans, samkvæmt ákvæðum 7. gr. Séð skal til þess að sýnin berist rannsóknarstofu eins fljótt og kostur er, að þau séu óskemmd og í þannig ástandi að gæðum mjólkurinnar sé rétt lýst.

1. Mjólk frá framleiðanda skal uppfylla eftirfarandi staðla:

a)

Líftala örvera með BactoScan aðferð eða líftölumælingu:

 

BactoScan aðferð

£ 600.000 einingar/ml

 

Líftala í ml við 30°C í 72 klst.

£ 100.000*

     
 
 

(*) Hlaupandi faldmeðaltal á tveggja mánaða tímabili þar sem tekin eru a.m.k. tvö sýni á mánuði.
 

b)

Frumutala með Fossomatic (eða aðrar aðferðir, sem eru sambærilegar og viðurkenndar)

 

Frumutala

£ 400.000 frumur/ml **

     
 

(**) Hlaupandi faldmeðaltal á þriggja mánaða tímabili þar sem tekið er a.m.k. eitt sýni á mánuði nema eftirlitsaðili tilgreini aðra aðferð þar sem tekið er tillit til árstíðabundinna magnsveiflna í framleiðslunni.

2. Viðmiðanir til aðstoðar við eftirlit með mjólkurgæðum:

a)

Líftölumæling, hitaþolin líftala:

 

Líftala í 1 ml við 30°C í 72 klst. eftir hitun á mjólk við 62°C í 30 mín.

 

1. fl. Líftala til og með 5.000

 

2. fl. Líftala yfir 5.000 til og með 25.000


 

3. fl. Líftala yfir 25.000

b)

Líftölumæling, kuldaþolin líftala:

 

Líftala í 1 ml við 17°C í 16-20 klst. og síðan við 7°C í 72 klst.

 

1. fl. Líftala til og með 25.000

 

2. fl. Líftala yfir 25.000 til og með 100.000

 
 

3. fl. Líftala yfir 100.000

c)

Ákvörðun á magni dvalargróa loftfælinna baktería:

 

Hitun við 80°C í 10 mín. og síðan ræktun við 30°C í 72 klst. (eða aðrar aðferðir, sem eru sambærilegar og viðurkenndar).

 

1. fl. Enginn vöxtur/ml eftir 72 klst.

 

2. fl. Vöxtur eftir 48-72 klst.

 

3. fl. Vöxtur á fyrstu 48 klst.

Formúla fyrir hlaupandi faldmeðaltal (GM) er eftirfarandi:

Dæmi: 3 mælingar; 300, 310 og 400 verða:

4. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

5. gr.

Reglugerðin sem sett er að höfðu samráði við landbúnaðarráðuneytið að því er varðar eftirlitsstörf dýralækna og með heimild í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum, samanber og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 2006.

Umhverfisráðuneytinu, 14. júní 2006.

Sigríður A. Þórðardóttir.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica