1. gr.
Orðin "Löggilding er veitt til fimm ára í senn" í grein 1.8.1. falla brott.
2. gr.
Orðin "Í fyrsta sinn" í 1. mgr. greinar 1.8.6. falla brott.
Í stað orðanna "Endurnýjun löggildingar" í 2. mgr. greinar 1.8.6. kemur "Löggildingu".
3. gr.
Reglugerð þessi um breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264 31. desember 1971, með áorðnum breytingum, er sett samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 13. desember 2005.
Valgerður Sverrisdóttir.
Kristján Skarphéðinsson.