1. gr.
Í 2. viðauka breytist ein færsla og ný efni bætast við, sbr. fylgiskjal 1 við reglugerð þessa.
2. gr.
Í 3. viðauka B breytast dagsetningar í h-dálki (Leyfilegt til) sem hér segir:
3. gr.
Í 4. viðauka falla niður litarefnin CI 12150, CI 20170 og CI 27290.
4. gr.
Í 5. viðauka breytist ein færsla og nýtt efni bætist við, sbr. fylgiskjal 2 við reglugerð þessa.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE, um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:
a. Tilskipun 2005/42/EB, um breytingu á tilskipun 76/768/EBE, um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á II., IV. og VI. viðauka.
b. Tilskipun 2005/52/EB, um breytingu á tilskipun 76/768/EBE, um snyrtivörur, varðandi tæknilega aðlögun á III. viðauka.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 4. apríl 2006.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnadóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)