Umhverfisráðuneyti

995/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni. - Brottfallin

1. gr.

Grein 33.a orðast svo:

Framleiðendur, innflytjendur og umboðsaðilar efna og efnavara sem falla undir reglugerð þessa skulu hafa tiltæk öryggisblöð um viðkomandi efni og efnavörur, sbr. reglugerð um öryggisblöð.

2. gr.

Í stað orðsins "öryggisleiðbeiningar" í V61 í fylgiskjali 4, og hvarvetna í fylgiskjölum 5 og 6 í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarfalli: öryggisblöð.

3. gr.

Í stað texta í fylgiskjali 8, Prófunaraðferðir, kemur texti sem birtur er í viðauka við reglu­gerð þessa.

4. gr.

Í stað texta í tölulið 6 og 10 í A-hluta fylgiskjals 9, Umsókn um undanþágu, kemur eftir­farandi texti:

 

6.

Samsetning efnavörunnar samkvæmt skilgreiningu í 2. lið viðauka við reglugerð um öryggisblöð.

 

10.

Öryggisblöð, í samræmi við reglugerð um öryggisblöð.



5. gr.

Á eftir 35. gr. kemur ný grein og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því. Hin nýja grein orðast svo:

Eftirfarandi ákvæði tilskipana 98/73/EB, 2000/32/EB, 2000/33/EB og 2001/59/EB um breyt­ingu á tilskipun 67/548/EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórn­sýslu­fyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, sem vísað er til í 1. tl. í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2004, þann 27. apríl 2004 skulu öðlast gildi hér á landi, sbr. ennfremur fylgiskjal 8:

  1. 2. tl. 1. gr., sbr. viðauka III (A, B, C og D) tilskipunar 98/73/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 58. 23. nóvember 2006, bls. 266-267 og bls. 409-439.
  2. 4. tl. 1. gr., sbr. viðauka IV (A, B, C, D, E, F og G), og 5. tl. 1. gr. tilskipunar 2000/32/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 58. 23. nóvember 2006, bls. 1141-1142 og bls. 1175-1225.
  3. Tilskipun 2000/33/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 58. 23. nóvember 2006, bls. 1230-1247.
  4. 5. tl. 1. gr., sbr. viðauka V (A, B, C, D, E og F), tilskipunar 2001/59/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 58. 23. nóvember 2006, bls. 1276-1278 og bls. 1423-1438.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 30. nóvember 2006.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Ingibjörg Halldórsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica